Frjálslyndir Demókratar - Nýjir tímar með nýjum áherlsum!

Nú þegar mikill órói er innan veggja Alþingis, þá spyr almenningur sig hvort að þeim 63 þingmönnum sem sitja þar sé treystandi til að fara með mál þjóðarinnar. Flestar fréttir sem heyrast af störfum stjórnarliða er að þeir reyni með öllu móti að koma í veg fyrir að stjórnin springi og að flokkarnir þeirra haldist saman.

Það hefur ekki farið fram hjá neinum að minni flokkurinn í stjórninni er klofinn. Jafnvel í meira en bara tvennt. Samfylkingin sýnir sífellt betur hvernig spilling fær að grassera við þeirra stjórnvöl, þar er dæmið um umboðsmann skuldara öllum ferskt í minni. VG og Samfylkingin virðast ekki vera fær um að koma sér saman um eitt einasta mál, fyrir utan það að þrengja enn meira að sultarólinni og auka skattinnheimtu umfram öll velsæmismörk. Magma-málið er eitt allsherjar klúður, ESB umræðan hefur stórskaðast vegna rifrilda stjórnarflokkanna og síðan var losarahátturinn í Ice-Save deilunni með ólíkindum og hefur stórskaðað stöðu Íslands. Flokkur Ögmundar í ríkisstjórninni heldur öllum málum stjórnarinnar í höndum sér. Ef það er eitthvað sem þeim líkar ekki þá hóta þeir öllu illu og þá verður Samfylkingin að láta undan svo að draumur vinstri-manna verði ekki að engu.

Ekki verður séð að stjórnarflokkarnir tveir(þrír) séu hæfir til að fara með völdin í landinu. Þessu verður að breyta sem fyrst!

Stjórnarandstæðan virðist vera andlaus og getur því lítið veitt stórninni það aðhald sem hún hefur svo ríka þörf fyrir. Framsóknarmenn virðast vera hálfmeðvitundarlausir og forystan þar ekki í takt við aðra í flokknum. Sjálfstæðisflokkurinn er ennþá eins og sært dýr. Eftir afhroð seinustu kosninga hafa þeir reynt að byggja sig upp á nýtt en lítið gengið. Það er greinilegt að innan flokksins eru ekki allir sammála hvernig eigi að hátta málunum. Ekki hjálpar það heldur til að landsfundur þeirra ákvað að fara stunda afturhalds- og einangrunarstefnu.

Enginn þessa fjögurra stórra flokka er hæfur til þess að takast á við vandamálinn í landinu. Því er alveg ljóst að gömlu flokkarnir þurfa að fá sér frí.

Frjálslyndir Demókratar boða nýja tíma. Tíma ábyrgðar, gagnrýnar hugsunar og skynsemi. Frjálslyndir Demókratar vilja leiða Ísland inn í nútíðina og hjálpa því að blómstra í framtíðinni.

Frjálslyndir Demókratar vilja virða einstaklingsfrelsið og einstaklingsframtakið, auka nýsköpun, taka forystu í nýtingu á umhverfisvænum orkugjöfum, breyta stjórnskipan Alþingis þannig að valdið verði dreifðara og skilvirkara. Frjálslyndir Demókratar vilja nútímavæða íslenskt samfélag og eyða haftastefnu og einokun.

Frjálslyndir Demókratar bjóða nýja tíma, ný vinnubrögð og umfram allt bjartari framtið!

Sýnið stuðning við stofnun þessa flokks á Facebook.

Frjálslyndir Demókratar(FD)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband