Skynsemi og framsýni (FD)

Frjálslyndir Demókratar hafa tvær meginstoðir í sinni stefnu. Frjálslyndi og lýðræðisstefnu.

Frjálslyndir Demókratar hafna siðferðislegri afskiptasemi ríkisins algjörlega. Þar að segja vilja ekki segja fólki hvað er rétt og rangt t.d. í trúmálum og fleiru slíku.

Frjálslyndir Demókratar vilja lítil afskipti af markaðnum. Ríkið á aðeins að sjá um að byggja upp lagaramma fyrir markaðinn og sjá um að veita honum eftirlit og halda uppi lögum og reglum.

Frjálslyndir Demókratar vilja breyta kosningakerfinu í átt að meira lýðræði. Landið verði gert að einu kjördæmi og að skil milli löggjafarvalds og framkvæmdarvalds verð styrkt til muna.

Frjálslyndir Demókratar vilja halda úti velferðakerfi til að almenningur fái félagslegt öryggi og tryggja það að mesti mögulegi hluti mannauðsins sé vinnufær og í stakk búinn til að takast á við hið daglega líf. Það að búa einstaklingum heilbrigði sem hann sjálfur getur ekki alltaf búið sér sjálfur teljum við stóran part að einstaklingsfrelsi. Að samfélagið sjálft verji suma parta einstaklinsfrelsis og náttúruréttarins.

Frjálslyndir Demókratar halda uppi skynsemisstefnu. Stefnu sem býður upp á nauðsynlegar breytingar í þjóðfélaginu þegar á þeim er þörf. Maðurinn á aldrei að hætta að þróa samfélagið, tíminn er breytingum háður og aldrei á að láta hræðslu við breytingar og íhaldssemi aftra framþróun.

Við bjóðum skynsama og framsýna hugsunarhætti.

Sýnið okkur stuðning á Facebook síðu okkar

Sævar Már Gústavsson FD


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband