Frjálslyndir Demókratar

Frjálslyndir Demókratar eru áhugahópur um stofnun nýs stjórnmálaafls á Íslandi. Aðstandendum hópsins finnst vanta flokk á Íslandi sem getur starfað óáreittur frá hagsmunapoti, vinagreiðum og gömlum, úreltum hefðum.
Flokkur Frjálslyndra Demókrata skal vera byggður upp á hugmyndafræði frjálslyndis og lýðræðis með réttindi einstaklingsins í brennidepli. Frjálslyndir Demókratar styðja markaðshagkerfi þar sem ríkið hefur sterka eftirlitsskyldu og á ríkið aðeins að reka grunnþjónustu fyrir einstaklinga.

Helstu stefnumál Frjálslyndra Demókrata:

- Landið verði eitt kjördæmi
- Aðskilnaður ríkis og kirkju
- Klára aðildarviðræður við ESB, ná hagstæðum samningi og þjóðaratkvæði um niðurstöðu
- Afnema ríkisstyrki til stjórnmálaflokka
- Ráðherrar sitji ekki á Alþingi
- Styrking þrískiptingu ríkisvalds
- Samaeining Seðlabanka og Fjármálaeftirlits í sterka og sjálfstæða eftirlitsstofnun
- Koma í veg fyrir frekari skattahækkanir, einfalda skattkerfið og hafa skattinnheimtu sem lægsta
- Hækka skattleysismörkin
- Sparnaður í útgjöldum ríkisins þar sem við má
- Fækka hálaunafólki á vegum hins opinbera, þ.mt. fækka þingmönnum og ráðherrum og hækka laun lögregluþjóna og annara starfsmanna grunnþjónustu samfélagsins
- Draga úr olíuþörf landsins, metan, vetni og/eða rafmagn verði aðal aflgjafi bíla, nýta innlenda orkugjafa og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Náttúruna verður að vernda
- Tryggja að grunnþjónustan þ.e. læknisaðstoð, menntun, löggæsla o.fl. sé ávallt til fyrirmyndar og geti í hvaða árferði sem er tryggt að þjónusta fyrir samfélagið skaðist ekki

Þau mál sem koma fyrir sem helstu stefnumál eru þau mál sem Frjálslyndir Demókratar telja að sé mikilvægt að koma í gegn sem fyrst til að auka mannréttindi, lýðræði og bæta hag almennings. Þótt að einhver mál séu ekki á þessum lista þýðir ekki að Frjálslyndir Demókratar telji þau lítilvæg, heldur eru þetta mál sem munu fyrst vera afgreidd ef Frjálslyndir Demókratar komast á þing. Þau mál sem varða hrunið eru auðvitað mjög mikilvæg og munu Frjálslyndir Demókratar hafa sig alla fram í því að koma upp um sannleikann í þeim málum.

Enn fyrst og fremst vilja Frjálsyndir Demókratar koma Íslendingum inn í nútímann og færa þá inn í nýja tíma. Frjálslyndir Demókratar munu taka á öllum málum með gagrýnni hugsun, skynsemi og yfirvegun. Ný vinnubrögð fyrir bætta nútíð og betri framtíð!
Nýjir tímar með Frjálslyndum Demókrötum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Sándar mjög vel.

Sleggjan og Hvellurinn, 7.9.2010 kl. 12:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband