Lýðræði

Í krísu eins og sú sem Ísland er að ganga í gegnum í dag er lykilatriði að hlúa og styrkja lýðræðið. Hugmyndin um lýðræði er forsenda þess að við getum yfir höfuð kosið fólk til þess að fara okkar máli á Alþingi. Þess vegna má alls ekki gleyma lýðræðinu í endurreisninni.

Stjórnarfar á Íslandi hefur oft ekki virkað mjög lýðræðislegt. Ákveðnir menn virðast eiga mjög auðvelt að halda völdum og byggja upp klíkur í kringum sig. Stjórnir eru oftast meirihlutastjórnir og er þá minnihlutinn virtur af vettugi og varla leyft að taka þátt í ákvörðunartöku. Er það leyfilegt að hindra minnihluta frá þáttöku? Þeir eru kosnir af fólkinu alveg eins og meirihlutinn og hafa því alveg sama réttinn til að taka þátt og móta hvert þingtímabil fyrir sig. En það hefur því miður myndast hefð í íslenskum stjórnmálum að útiloka minnihlutann frá þáttöku og er það alls ekki lýðræðislegt.

Ein mesta vanvirðing við lýðræði sem til er, er stunduð dags daglega á Íslandi. Það er ekki farið eftir stjórnarskránni í einu og öllu, stjórnarskránni sem yfirgnæfandi meirihluti landsmanna samþykkti fyrr á öldinni. Þar er skýrt kveðið á um þrískiptingu valds í anda franska upplýsingarmannsins Montesquie. Framkvæmdarvald, löggjafarvald og dómsvald eiga að vera aðskilinn og óháð hvort öðru eins og mögulegt er. En inn á Alþingi sitja fulltrúar framkvæmdarvaldsins og taka þátt í störfum löggjafarvaldsins. Stjórnarskrá Íslands er brotinn dag eftir dag af stjórnarmönnum Íslands. Fyrsta skref til aukins lýðræðis er að koma á réttmætri þrískiptingu valds á Alþingi.

Samkvæmt kenningunni um lýðræði er sagt af þing fá umboð sitt frá fólkinu til þess að stjórna landinu. En það hefur sýnt sig í gegnum tíðina og sérstaklega á seinustu árum að alþingismenn átta sig alls ekki á þessu. Þeir virðast vera starfa þarna fyrir einhvern annan en þjóðina. Þess vegna er bráðnauðsynlegt að koma upp lögum um þjóðarartkvæðagreiðslur, sem mundu virka sem eftirlit á Alþingi milli kosninga. Ef þjóðaratkvæðagreiðslur verða lögbundnar þá er mun erfiðara fyrir þingið að fara ekki eftir vilja þjóðarinnar og þóknast aðeins eigin geðþótta.

Þess vegna binda Frjálslyndir Demókratar miklar vonir við komandi stjórnlagaþing. Aðal áherslur þess ættu að koma þrískiptingu valds til framkvæmda á Íslandi sem og þjóðaratkvæðagreiðslum. Einnig á að aðskilja ríki og kirkju. Það er skýrt ákvæði í stjórnarskránni um félagsfrelsi um bann við mismunun félaga. Á Íslandi er einnig lögbundið trúfrelsi og því ætti ríkið ekki að hampa einhverju sérstöku trúarfélagi og kalla trú þess þjóðtrú.

Sævar Már Gústavsson FD


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Enn ein solid færsla.

Já, stjórnarskráin er  brotin mörgum sinnum á ári.

Sérstaklega sá kafli að þingmenn skulu fylgja sannfæringu sinni og þrískipting valds!

Sleggjan og Hvellurinn, 10.9.2010 kl. 13:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband