Einstaklingsfrelsi? Já takk!


Í dag ríkir samfélagsgerð sem treystir mikið á ríkið. Ríkið heldur úti heilbrigðisþjónustu, menntaþjónustu, stærsta fjölmiðli landsins, rekur banka, borgar fleiri miljarða til trúfélags, heldur stjórnmálaflokkum gangandi, ríkið tryggir bankainnistæður allra landsmanna, það ríkir samfélagsleg ábyrgð. Samkvæmt seinustu kosningum, þar sem að vinstri-stjórn var kosinn, þá vill fólk greinilega að ríkið hafi þó nokkuð mikill afskipti af hinu dags daglega lífi. En um leið kvartar fólk sárann yfir því að skattar hækki, niðurskurður bitni á grunnþjónustunni o.fl. Af hverju er fólk að kvarta yfir þeirri hugmyndafræði sem það kaus yfir sig?

Hvernig væri að athuga hvernig það þjónaði einstaklingum að heilbrigðisþjónustan væri að hluta til einkarekinn, skólum gefið meira frelsi til að móta nám í hverjum og einum skóla og að þeir verði að einhverju leyti einkareknir, trúfélög og stjórnmálaflokkar reki sig sjálfir, allir fjölmiðlar landsins verði í frjálsri eigu? Hvernig væri að fólkið fái að ákveða í hvað það lætur peningana sína? Hvernig væri að fólkið fyndi fyrir samfélagslegri-ábyrgð án þess að ríkið neyði það til þess? Leyfum fólki að vera frjálsir einstklingar og ráða sínu lífi. Minnkum umsvif ríkisins, hættum miðstýringu, forsjárhyggju og pólitískri rétthusun,lækkum við skatta og gefum fólkinu meira frelsi. Fólkið þarf að fá valdið yfir sjálfum sér aftur.

Sævar Már Gústavsson FD


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband