Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Norræni Borgaraflokkurinn

Eins og fólk hefur væntanlega tekið eftir þá hafa komið fram fréttir um stofnun nýs stjórnmálaflokks. Norræni Borgaraflokkurinn á að vera mjúkur hægri flokkur með mannlega hægristefnu. Við sem stöndum að baki Frjálslyndum Demókrötum erum einn angi þessa nýja flokks. Þegar flokkurinn mun vera stofnaður formlega munu Frjálslyndir Demókratar ganga í flokkinn.

Stefnuskrá Norræna Borgaraflokksins mun vera lík þeirri stefnu sem hefur komið fram í skrifum hér á síðunni, nema sterkari og meira heildstæð. Við styðjum fólk að fylgjast með framvindu mála og íhuga þennan nýja valkost með opnum huga. Það er alltaf hægt að stofna stjórnmálaflokk, en það eru ekki mörg tækifæri til að stofna stjórnmálaflokk sem getur virkilega náð til fólksins og veit því valdið aftur. Tækifærið til breytinga er núna. Við skulum ekki láta það framhjá okkur fara.

Nú er kominn tími til að láta frjálslyndi, víðsýni, mannúð og jöfn tækifæri ráða för.

Sævar Már Gústavsson FD


mbl.is Segir viðbrögð góð við nýjum flokki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Valdið sem villir oss sýn!

„Læðist eins og valdið sem villir oss sýn".  Svona syngur Bjartmar Guðlaugsson í einum aflögum sínum.  Þessi bútur hefur mér ætíðverið hugleikinn.  Hvað vald er að villaoss sýn?  Í laginu sem Bjartmar söng erverið að tala um kirkjuna sem valdastofnun. Allt frá því að krikjan fór að skipuleggja sig og stofnanavæðast hefurhún verið vald í augum fólks, stjórntæki guðs á jörðu.  Kirkjan var ung þegar hún útilokaði þannmöguleika að konur gætu verið prestar eða þaðan af meira.  Eflaust hefur rökstuðningurinn fyri því haftmikil áhrif á fáfróðann almúgann og ekki hefur þessi ákvörðun kirkjunnar styrktstöðu kvenna í samfélaginu.  Ekki batnaðisvo ástandið þegar kirkjan varð samofinn ríkisvaldinu, sem ekki var lýðræðislegtog þá síður kirkjan.  Hérna voru talsmennhinna veraldlegu og andlegu afla komin saman í eina sæng.  Fáfróður almúginn gat lítið gert og tryggðvið valdið var það eina sem fólk gat gert til að eiga sér lífsafkomu von.  Með upplýsingunni kom tækifæri fyriralmennings til að brjótast undan ægivaldi ríkisvaldsins og kirkjunar.  Upplýsingarmenn litu kirkjuna alveg samahornauga og þeir litu á ríkisvaldið. Saman voru þessar tvær stofnanir ábyrggar fyrir kúgun og þrælkunalmennings.  Þessir herramenn voru meðþeim fyrstu sem fóru að efast um réttmæti þess sem Biblían sagði.  Flestir skutu þeir skipulögð trúarbrögð niðurog kenningar þeirra, en fannst þeir ekki hafa næginlegar upplýsingar til aðneita trúnni alveg þannig að úr til varð nokkurs konar Deiismi.  Trúinn hafði ekki tangarhald áfrjálsþenkjandi mönnum og konum.   Skrifupplýsingarmannanna gáfu okkur lýðræðið. Framtak þeirra gaf okkur tækifæri til að geta mótað samfélag okkar meðeinhverjum hætti.  Sú vegferð að geraeinstakling meira ráðandi yfir sínu eigin lífi er enn í gangi og enn ertöluvert í land.   Enn þann dag í daghalda þeir sem fara með valdið í umboði almennings að þeir hafi leyfi til þessað vera segja fólki fyrir verkum, hvað það á að gera, hvað það má ekki gera,hvað það á að kaupa o.fl.  Ríkisvaldið áekki að gera neitt nema að vernda stjórnarskránna og sjá til þess að hún sé virt.  Það er t.d. ekki ábyrgð ríkisvaldsins aðákveða hvort fólk megi fá sér Cheerios. Samt sem áður er Cheerios t.d. ekki leyft í ESB.  Eins er með fíkniefni.  Það vita allir af skaðsemi þeirra, sumirvilja hinsvegar lýta fram hjá því og nota þau samt sem áður.  Bann við notkun fíkniefna kemur ekki í vegfyrir notkun þeirra, heldur ekki lögleiðing þeirra.  En aðalmálið er að það er ekki ríkisvaldsinsað ákveða hvort einstaklingur megi neita þeirra, það vald liggur hjá honum sjálfum.  Hægt er að skeggræða það hvort ríkið eigi aðhalda úti velferðakerfi eða ekki og er það vel skiljanlegt að fólk viljiríkisrekið velferðakerfi.  Hins vegar efríkið ákveður að reka velferðakerfi þá getur það ekki bannað einkaaðilum aðreka einhvers konar velferðarstofnanir. Ríkið má ekki setja lög sem passar upp á einokun þess.  Öll ríkisstarfssemi þarf að vera viðbúinn þvíað keppa á frjálsum markaði.  Efeinkareksturinn gengur betri þá þarf ríkið að leggja meira á sig eða leggja upplaupana.  Ríkið er ekkistjórnunartæki.  Það er verkfæri til þessað vernda almenning gagnvart allskyns misrétti og því er það mjög alvarlegurhlutur þegar ríkisvaldið verður uppvíst að misrétti á kostnað almennings.  Þess vegna verður að hafa sterkteftirlitskerfi til þess að passa upp á að stjórnvöld starfi innan síns ramma ogvinni með hag almennings í huga en ekki hagmsunahópa.  Almenningur á ekki að hræðast ríkisvaldið.  Samband milli almennings og ríkisvaldsinsþarf að vera þannig að gagnkvæmt traust ríki þar á milli og að ríkið vinni íþágu almennigs, ekki öfugt.  Ríkið geturaldrei og á ekki að geta hugsað fyrir einstakling og hvað sé honum fyrirbestu.  Eina skylda þess gagnvart honumer að vernda mannréttindi hans og í flestum tilfellum borgarleg réttindi hanseins og menntun og heilsugæslu.

Frjálslyndir Demókratar bjóða upp á frjálsar og opnarasamfélag.  Samfélag laust undan kúgunandlegra og veraldlegra afla.  Það erkominn tími á að ríkisvaldið vinni fyrir hönd almennings.


Kynning á hugmyndafræði Frjálslyndra Demókrata

Hugmyndafræði
Hugmyndafræði Frjálslyndra Demókrata er frjálslyndi, byggt á gildum á borð við einstaklingsfrelsi, persónulega ábyrgð og frelsi frá takmörkunum stjórnvalda.  Markmið stefnu Frjálslyndra Demókrata er að hver einstaklingur hafi frelsi og möguleika á að láta sjálfur drauma sína rætast og ná sjálfur sínum framtíðaráformum. Frjálslyndir Demókratar telja að það séu einstaklingar sem búa til samfélagið, en ekki að samfélagið geri einstaklinginn.  Hér fyrir neðan eru helstu þættir stefnu okkar lýst.

Einstaklingsbundin réttindi

Frjálslyndir Demókratar telja að hver einstaklingur er einstakur.  Því trúum við á kerfi, sem virðir einstaklinga og hvetur hvern mann til að nota sína hæfileika til að bæta möguleika sína í samfélaginu.  Einstaklingar ættu að vera frjálsir til að taka ákvarðanir fyrir sig og einnig til að taka ábyrgð á afleiðingunum sem vali þeirra fylgir.  Stuðningur okkar fyrir rétti einstaklingsins til að gera ákvarðanir í lífinu þýðir ekki að við séum endilega samþykkir eða ósamþykkir vali þeirra, en það þýðir að við styðjum og viðurkennum rétt einstaklingsins til að vera í stjórn yfir hans eða hennar eigin lífi.

Hlutverk ríkisins
Í mörgum þáttum í lífi okkar eru ákvarðanir sem við tökum, í auknum mæli takmarkaðar vegna aðgerða og ákvarðanna ríkisins.  Þessu þarf að breyta.   Frjálslyndir Demókratar telja að hlutverk ríkisins ætti að vera að vernda grundvallar réttindi einstaklinga, svo sem eignarrétt, og á sama tíma tryggja að lágmarks félagsleg þjónusta sé fyrir þá sem geta ekki annast sig sjálfir, veita fólki hjálp til sjálfshjálpar.

Frjálslyndir Demókratar vilja draga úr hlutverki ríkisins og miðstýringu ákvarðanna um velferð fólks og koma þeirri ákvarðannartöku meira til sveitarstjórna - bestu ákvarðanir eru teknar í nálægð við borgara.  Dæmi um þetta eru skólamál, sem ættu að vera í höndum skólanefndar hvers sveitrarfélags.  Einnig má nefna heilbrigðiskerfið þar sem Frjálslyndir Demókratar vilja að fagfólk fái meira að segja um þá starfsemi. Með afnámi miðstýrðar ákvarðanatöku er hægt að halda fjölbreytni í samfélagi okkar með staðbundnum ákvörðunartökum.  Því miður erum við að sættast við þá hugmynd að allar ákvarðanir séu teknar af miðstýrðu ríkisvaldi.  Enginn græðir á því að stjórn-málamenn reyni að hafa stjórn á hvernig við hegðum okkar lífi.

ESB og alþjóðavæðing
Flokkur Frjálslyndra Demókrata er alþjóðlegamiðaður flokkur sem einblýnir á kosti alþjóðavæðingar heimsins og jákvæð áhrif af frjálsum markaði og frjálsum viðskiptum.  Þess vegna vilja Frjálslyndir Demókratar einnig sjá að Evrópusambandið leggi meiri áhersluá aukna fríverslun við lönd utan sambandsins og þá sérstaklega með tilliti til þróunarlanda.  Frjáls viðskipti leiða til þess að skipti á vörum millil anda eykst, sem skapar meiri velferð fyrir alla.  Frjálslyndir Demókratar styðja aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Frjáls markaður
Frjáls markaður og samkeppni á markaði úthluta rfjármagni á skilvirkasta mátann.  Hver einstaklingur hefur rétt til að bjóða vörur og þjónustu til annarra á skilmálum frjáls markaðar.  Meginreglan er, að ríkið ætti ekki að grípa inn í markaði og reyna hafa áhrif á hann, það veldur aðeins ójafnvægi á mörkuðum.   Eina virka hlutverk ríkisins á markaði er að tryggja gagnsæi á markaði og vernda hann gegn svikum.

Skattlagning
Frjálslyndir Demókratar telja að á Íslandi þurfi að lækka verulega skatta á einstaklinga og fyrirtæki til lengri tíma litið.  Skattalækkanir munu hjálpa til við myndun hagvöxts og að lokum koma á aukinni velferð í íslensku samfélagi.  Ennfremur munu skattalækkanir skapa meiri hvata til vinnu, bæta alþjóðlega samkeppnisstöðuí slenskra fyrir-tækja og hvetja fólk til að hefja rekstur eigin fyrirtækja.

Þýttaf síðu Liberal Alliance í Danmörku: http://www.liberalalliance.dk/english/


Eistland tekur upp evru eftir 50 daga

Þann 1. janúar næst komandi verður Eistland 17. landið í Evrópu til að taka upp evru sem sinn gjaldmiðil. Frá stofnun evrusvæðisins hafa sífellt fleiri lönd bæst í hópinn og eru vinir okkar frá Eistlandi næstir inn.

 Öll ríki ESB annað hvort hafa evru eða stefna að upptöku evru í framtíðinni, að Bretum og Dönum undanskildum. Danir hafa þó í raun evru en kalla hana krónu sem sveiflast +/- 2,25% miðað við gengi evru. Danir stefna á að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um endanlega upptöku evru á komandi árum.

 Hvert ríki á evrusvæðinu hefur sína eigin hönnun á bakhlið allra evrumynta, myntirnar má þó nota hvar sem er á evrusvæðinu. Eistneska þjóðin fékk að kjósa um útlit á sínum myntum og varð meðfylgjandi hönnun fyrir valinu.

1 evra - Eistland

 Hvernig myndu íslenskar evrur líta út? Athugið að ekki þurfa allar myntir að hafa sömu mynd. Þannig getur €2 mynt haft aðra hönnun en €1 mynt o.s.frv. 

Maður getur t.a.m. séð fyrir sér skjaldamerki Íslands, útlínur landsins líkt og Eistar völdu. Nú eða einfaldlega myndir af merkilegum Íslenskum íslenskum stöðum eða fólki.

Hver vill ekki ganga um með evrur sem bera mynd Vigdísar Finnbogadóttur?

 

Bakhliðir allra evru mynta má sjá á meðfylgjandi slóðum:

2 evrur: http://www.ecb.int/euro/coins/2euro/html/index.en.html

1 evra: http://www.ecb.int/euro/coins/1euro/html/index.en.html

50 sent: http://www.ecb.int/euro/coins/50cents/html/index.en.html

20 sent: http://www.ecb.int/euro/coins/20cents/html/index.en.html

10 sent: http://www.ecb.int/euro/coins/10cents/html/index.en.html

5 sent: http://www.ecb.int/euro/coins/5cents/html/index.en.html

2 sent: http://www.ecb.int/euro/coins/2cents/html/index.en.html

1 sent: http://www.ecb.int/euro/coins/1cent/html/index.en.html 


Alþýðulýðveldið Ísland? Nei takk!

Núna á dögunum bárust þær frábæru fréttir að búið væri að falla frá svokallaðri Fjölmiðlastofu sem með tilvist sinni mundi brjóta á sjötugustu og þriðju grein stjórnarskrárinnar um tjáningarfrelsi. En í staðinn kemur þetta. Verða núna allir sem vilja halda úti .is síðu að sækja um leyfi hjá stjórnvöldum? Hvað er að gerast? Forræðis- og forsjárhyggja eru að þröngva sér inn í líf landsmanna! Snúum þessari þróun við og förum á ný að bera virðingu fyrir stjórnarskránni sem á að vernda fólkið í landinu gegn ægivaldi ríkisins!

Frjálslyndir Demókratar bera virðingu fyrir grundvallar mannréttindum og munu berjast með kjafti og klóm þeim til varnar!

Sævar Már Gústavsson FD


mbl.is Landslénið .is verði gæðamerki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einstaklingsfrelsi? Já takk!


Í dag ríkir samfélagsgerð sem treystir mikið á ríkið. Ríkið heldur úti heilbrigðisþjónustu, menntaþjónustu, stærsta fjölmiðli landsins, rekur banka, borgar fleiri miljarða til trúfélags, heldur stjórnmálaflokkum gangandi, ríkið tryggir bankainnistæður allra landsmanna, það ríkir samfélagsleg ábyrgð. Samkvæmt seinustu kosningum, þar sem að vinstri-stjórn var kosinn, þá vill fólk greinilega að ríkið hafi þó nokkuð mikill afskipti af hinu dags daglega lífi. En um leið kvartar fólk sárann yfir því að skattar hækki, niðurskurður bitni á grunnþjónustunni o.fl. Af hverju er fólk að kvarta yfir þeirri hugmyndafræði sem það kaus yfir sig?

Hvernig væri að athuga hvernig það þjónaði einstaklingum að heilbrigðisþjónustan væri að hluta til einkarekinn, skólum gefið meira frelsi til að móta nám í hverjum og einum skóla og að þeir verði að einhverju leyti einkareknir, trúfélög og stjórnmálaflokkar reki sig sjálfir, allir fjölmiðlar landsins verði í frjálsri eigu? Hvernig væri að fólkið fái að ákveða í hvað það lætur peningana sína? Hvernig væri að fólkið fyndi fyrir samfélagslegri-ábyrgð án þess að ríkið neyði það til þess? Leyfum fólki að vera frjálsir einstklingar og ráða sínu lífi. Minnkum umsvif ríkisins, hættum miðstýringu, forsjárhyggju og pólitískri rétthusun,lækkum við skatta og gefum fólkinu meira frelsi. Fólkið þarf að fá valdið yfir sjálfum sér aftur.

Sævar Már Gústavsson FD


Um evru

Það sem helst vantar í umræðuna um aðild Íslands að Evrópusambandinu eru rök með og á móti aðild Íslands að myntbandalaginu. Hér verður farið yfir helstu rök með upptöku evru.

Upptaka nýs gjaldmiðils hér á landi er að mati margra Íslendinga nauðsynleg og einfaldlega forsenda þess að hægt sé að vinna að stöðugleika og velferð fyrir okkur og börnin okkar.

En hvers vegna að gera evru að gjaldmiðli Íslands?

Fyrir utan að auðvelda ferðalög Íslendinga innan Evrópu, þá er sameiginleg mynt álfunnar skynsamleg bæði út frá efnahagslegu og pólitísku sjónarmiði. Undirstöðuatriði í stjórnun evrusvæðisins er að viðhalda lágum vöxtum og lítilli verðbólgu sem hvetur til frjárfestinga og veitir íbúum þessara landa vissu og öryggi.

Einn gjaldmiðill fyrir einn opin markað var talið rökrétt skref fyrir Evrópu þegar ákvörðun var tekin um sameiginlegan gjaldmiðil árið 1992. Sjö árum síðan varð evra til á rafrænu formi og 1. janúar 2002 fóru seðlar og mynt í dreifingu. Ísland er aðili að þessum markaði í gegn um EES samninginn. Réttasta skrefið í stöðunni væri að ganga inn í Evrópusambandið og taka upp sameiginlega mynt. Þetta er að sjálfsögðu sagt með þeim fyrirvara að aðildarsamningur Íslands að ESB verði viðunandi fyrir okkar þjóð.

Sameiginleg mynt Evrópu eykur gagnsæi í verðlagningu, auðveldar verðsamanburð milli landa, lækkar viðskiptakostnað einstaklinga og fyrirtækja, útrýmir kostnaði við skipti á gjaldeyri og smyr hjól atvinnulífs á svæðinu og um leið á Íslandi ef Íslendingar kjósa að ganga í ESB. Evra er annar stærsti gjaldmiðill í veröldinni og sem hluti af Evrusvæðinu væri Ísland komið í skjól sem hluti af stórri heild í Evrópu. Stærð myntsvæðisins verndar aðildarlöndin fyrir stórum efnahagslegum áföllum, s.s. snöggri hækkun á olíuverði eða sviptingum á gjaldeyrismörkuðum.

Í dag er evra í daglegri notkun á meðal yfir 300 milljón manna. Evrulöndin eru í dag 16 talsins og fjölgar stöðugt, þann 1. janúar næstkomandi bætast vinir okkar frá Eistlandi í þennan hóp og verða þar með 17 fullvalda ríkið sem hefur evru sem sinn gjaldmiðil.

Öll ESB lönd eru skuldbundin til þess að taka upp evru á einhverjum tímapunkti að tveimur undanskildum en það eru Danmörk og Bretland. Danir munu innan fárra ára halda þjóðaratkvæðagreiðslu um upptöku evru. Danmörk er þó í reynd aðili að myntsvæðinu þar sem danska krónan hefur verið fest við evru með 2,25% vikmörkum í mörg ár og verður það áfram. Danir kjósa því að kalla sinn gjaldmiðil krónu en hún hefur þó lítinn sem engan sveigjanleika frá gengi evru. Bretar aftur á móti hyggjast ekki taka upp evru og vilja heldur halda í sterlingspundið.

Réttasta skrefið fyrir Ísland er að taka þátt í verkefninu um evru með nágrönnum okkar í Evrópu.


Heimspeki í skólum.

Tillaga þingmanna Hreyfingarinnar um að heimspeki verði skyldufag í bæði grunn- og framhaldsskólum á svo sannarlega rétt á sér. Það verður að kenna börnum snemma að velta lífinu fyrir sér og víkka sjóndeildarhringinn.

Heimspekikennsla gæti vakið upp margar spurningar er varða hversdagslegt líf sem fáir velta fyrir sér að jafnaði. Gæti reynt á siðferðisvitund fólks og vakið upp ábyrgðartilfinningu gagnvart samfélaginu.

Frjálslyndir Demókratar styðja þessu tillögu heilshugar.

Sævar Már Gústavsson FD


Frjálslyndi

Frjálslyndisstefnan er runninn undan upplýsingunni og hennar heimspekingum. Heimspekingar stefnunar fóru að efast um ríkjandi fyrirkomulag og viðurkennda þekkingu.

Helstu hugmyndir upplýsingarmanna voru að maðurinn væri skynsamur, markmið mannsins væri að gera sér gott líf í þessum heimi, nota vísindi og aukna þekkingu til að berjast gegn vanþekkingu og hjátrú. En það mikilvægasta sem kom fram með stefnunni var að guðlegu valdi konunga var hafnað. Valdið kom frá fólkinu og fólk felur stjórnum sitt umboð til að fara með sín mál.

Frjálslyndisstefnan er sú hugmyndafræði sem færði okkur lýðræðið. Byrjaði að brjóta niður þröngsýni, hjátrú, hindurvitni og færði manninum trú á sjálfum sér til góðra verka sem mundu leiða af framþróun alls mannkyns.

Í dag lifum við í samfélagi sem er umburðarlynt, víðsýnt og lítur til framtíðar. Fordómar eru litnir illu auga af flestum, trúarlegt umburðarlyndi finnst hjá flestum og metnaðurinn er yfirþyrmandi.

En samt sem áður finnast fordómar á Íslandi sem og óumburðarlyndi gagnvart skoðunum annara. Þetta verður að uppræta og besta leiðin til þess er menntun. Menntun er lykill allra framfara og framtíð allra samfélaga er bundinn við hversu gott menntunarstig þeirra verður og hversu mikið menntun manna verður látin ráða för í ákvörðunartökum framtíðar.

Þar sem að frjálslyndi álýtur manninn skynsaman og vel hæfan til þess að ákveða hvað sé best fyrir sig sjálfan þá leiðir það í för með sér að siðferðislegar reglur settar af ríkinu eiga varla að þekkjast. Maðurinn á að vera frjáls til að iðka sína trú, tjá sig, verja sig, afla sér lífsviðurværis og fjölga sér. En öllu frelsi fylgir mikil ábyrgð og er það mannsins að læra að bera þá ábyrgð sem fylgir frelsinu, þessa ábyrg kennir samfélagsvitundin. Því enginn maður er það frjáls að hann megi brjóta á frelsi annara. Ríki hvers lands á að halda höftum til athafna í lágmarki. Maðurinn á ekki að þurfa að greiða mestan part launa sinna til ríkisins ekki nema að hann óski þess. Ríkið á ekki að standa í veg fyrir framförum og breytingum sem eru studdar af meirihluta almennings. En maðurinn þarf samt sem áður að átta sig á því hvað sé samfélaginu fyrir bestu. Þess vegna þurfa allir að geta notið aðstoðar er varðar heilbrigði, menntun og vörn fyrir sínum rétti ókeypis eða gegn viðráðanlegu gjaldi. Ríkið sem sækir umboð sitt til fólksins á að vera tæki sem ver mannréttindi. Það þarf því að bjóða upp á að fólk geti sótt læknisþjónustu, menntastofnanir og lögfræðiþjónustu. Velferð náungans er öllum viðkomandi, því við öll lifum í sama samfélagi og ef öllu vegnar vel eru tækifærin mun fleiri en ella. Þess vegna þarf maðurinn að muna eftir samfélagslegri ábyrgð sinni sem hluta af frelsinu.

Maður tryggir sín mannréttindi með því að hjálpa öðrum að tryggja sín mannréttindi.

Sævar Már Gústavsson FD


Lýðræði

Í krísu eins og sú sem Ísland er að ganga í gegnum í dag er lykilatriði að hlúa og styrkja lýðræðið. Hugmyndin um lýðræði er forsenda þess að við getum yfir höfuð kosið fólk til þess að fara okkar máli á Alþingi. Þess vegna má alls ekki gleyma lýðræðinu í endurreisninni.

Stjórnarfar á Íslandi hefur oft ekki virkað mjög lýðræðislegt. Ákveðnir menn virðast eiga mjög auðvelt að halda völdum og byggja upp klíkur í kringum sig. Stjórnir eru oftast meirihlutastjórnir og er þá minnihlutinn virtur af vettugi og varla leyft að taka þátt í ákvörðunartöku. Er það leyfilegt að hindra minnihluta frá þáttöku? Þeir eru kosnir af fólkinu alveg eins og meirihlutinn og hafa því alveg sama réttinn til að taka þátt og móta hvert þingtímabil fyrir sig. En það hefur því miður myndast hefð í íslenskum stjórnmálum að útiloka minnihlutann frá þáttöku og er það alls ekki lýðræðislegt.

Ein mesta vanvirðing við lýðræði sem til er, er stunduð dags daglega á Íslandi. Það er ekki farið eftir stjórnarskránni í einu og öllu, stjórnarskránni sem yfirgnæfandi meirihluti landsmanna samþykkti fyrr á öldinni. Þar er skýrt kveðið á um þrískiptingu valds í anda franska upplýsingarmannsins Montesquie. Framkvæmdarvald, löggjafarvald og dómsvald eiga að vera aðskilinn og óháð hvort öðru eins og mögulegt er. En inn á Alþingi sitja fulltrúar framkvæmdarvaldsins og taka þátt í störfum löggjafarvaldsins. Stjórnarskrá Íslands er brotinn dag eftir dag af stjórnarmönnum Íslands. Fyrsta skref til aukins lýðræðis er að koma á réttmætri þrískiptingu valds á Alþingi.

Samkvæmt kenningunni um lýðræði er sagt af þing fá umboð sitt frá fólkinu til þess að stjórna landinu. En það hefur sýnt sig í gegnum tíðina og sérstaklega á seinustu árum að alþingismenn átta sig alls ekki á þessu. Þeir virðast vera starfa þarna fyrir einhvern annan en þjóðina. Þess vegna er bráðnauðsynlegt að koma upp lögum um þjóðarartkvæðagreiðslur, sem mundu virka sem eftirlit á Alþingi milli kosninga. Ef þjóðaratkvæðagreiðslur verða lögbundnar þá er mun erfiðara fyrir þingið að fara ekki eftir vilja þjóðarinnar og þóknast aðeins eigin geðþótta.

Þess vegna binda Frjálslyndir Demókratar miklar vonir við komandi stjórnlagaþing. Aðal áherslur þess ættu að koma þrískiptingu valds til framkvæmda á Íslandi sem og þjóðaratkvæðagreiðslum. Einnig á að aðskilja ríki og kirkju. Það er skýrt ákvæði í stjórnarskránni um félagsfrelsi um bann við mismunun félaga. Á Íslandi er einnig lögbundið trúfrelsi og því ætti ríkið ekki að hampa einhverju sérstöku trúarfélagi og kalla trú þess þjóðtrú.

Sævar Már Gústavsson FD


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband