Frjálslyndir Demókratar (FD)

Stofnaður hefur verið áhugahópur um stofnun flokks Frjálslyndra Demókrata. Ef nógu margir koma saman verður haldinn opinn stofnfundur flokksins. Hægt er að skrá sig í hópinn á Facebook síðu Frjálslyndra Demókrata:

http://www.facebook.com/pages/Frjalslyndir-Demokratar/130164107024509?ref=ts

Helstu hugmyndir að stefnumálum Frjálslyndra Demókrata:

- Landið verði eitt kjördæmi

- Aðskilnaður ríkis og kirkju í áföngum

- Klára aðildarviðræður við ESB, ná hagstæðum samningi og þjóðaratkvæði um niðurstöðu

- Afnema ríkisstyrki til stjórnmálaflokka

- Ráðherrar sitji ekki á Alþingi

- Styrking þrískiptingu ríkisvalds

- Samaeining Seðlabanka og Fjármálaeftirlits í sterka og sjálfstæða eftirlitsstofnun

- Koma í veg fyrir frekari skattahækkanir

- Hækka skattleysismörkin

- Sparnaður í útgjöldum ríkisins þar sem við má

- Fækka hálaunafólki á vegum hins opinbera, þ.mt. fækka þingmönnum og ráðherrum og hækka laun lögregluþjóna og annara starfsmanna grunnþjónustu samfélagsins

- Draga úr olíuþörf landsins, metan, vetni og/eða rafmagn verði aðal aflgjafi bíla, nýta innlenda orkugjafa og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda

Allar hugmyndir að stefnumálum eru opnar fyrir umræðu og verður stefnuskrá ekki ákveðin fyrr en að loknum stofnfundi flokksins ef af honum verður.

Stofnfundur verður haldinn þegar nægjanlega margir hafa lýst yfir áhuga á stofnun flokks þessa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Mér líst mjög vel á þetta hjá ykkur.

Ég hefði mikinn áhuga á að heyra í ykkur félögum, sem eruð að hittast.

Guðbjörn Guðbjörnsson, 27.7.2010 kl. 17:43

2 Smámynd: Frjálslyndir demókratar

Það er greinilegt að við erum að ná eyrum einhverja. Byrjuðum algerlega á núlli og sífellt fleiri eru að bætast við hópinn okkar á Facebook.

Við tökum öllum fagnandi sem eru tilbúnir að koma í hópinn og taka þátt í mótum þessa flokks.

Frjálslyndir demókratar, 27.7.2010 kl. 17:49

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

þetta er alveg frábær stefnuskrá!

Sammála hverju einasta. Og hún er raunhæf. 

Ekkert af þessu mun taka á pyngju ríkisbúskapsins sem er ekki stór.

Stór Like.

SLEGGJAN

Sleggjan og Hvellurinn, 27.7.2010 kl. 21:52

4 Smámynd: Sævar Már Gústavsson

Þú ert greinilega skynsamur maður hr. Sleggja. Þið félagarnir á thrumunni megið endilega kynna okkar málstað á síðunni ykkar. Einnig hvetja fólk til að like-a Facebook síðunna okkar!

Sævar Már Gústavsson, 27.7.2010 kl. 22:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband