Skattpíning virkar ekki!

Þessar tölur sína að það blóðmjólka almenning virkar ekki. Þótt að tekjur ríkisins af vörugjöldum á eldsneyti, tóbaki og áfengi haf aukist í ár þýðir það ekki að það sama eigi við um næsta ár. Enda skiluðu þessir skattstofnar minna en búist var við. Fjármálaráðherra gleymdi að gera ráð fyri því að fólk hættir á ákveðnu stigi skattpíningar að hafa efni á vörunni sem er skattlögð upp fyrir öll velsæmis mörk. Heimabrugg á áfengi, smygl á áfengi og tóbaki eykst þegar verðið er sprengd upp. Fólk kemur sér hjá því að borga skatta þegar þeir verða of háir, það ræður einfaldlega ekki við það að borga þá. Skattar þurfa að vera sanngjarnir og viðráðanlegir. Í dag er það ekki þannig.

Ríkisstjórnin ætti frekar að skera niður hjá sér áður en hún fer að skattpína illa staddan almenning.

Tillögur að niðurskurði:

-Aðskilja ríki og kirkju. Þeir peningar geta farið í heilbrigðis- og menntakerfið sem er brýn nauðsýn fyrir
-Opinberir starfsmenn hætti að aka um á ríkisbifreið, geta alveg unað sáttir við bensínpeninga
-Fækka þingmönnu og ráðuneytum
-Þetta er einungis brota brot af því sem má skera niður hjá því opinbera

Tillögur að tekjuöflun:

-Hætta að leggja stein í götu fyrirtækja sem reyna að skapa atvinnu á Íslandi
-Búa til hagstætt umhverfi fyrir innlenda og erlenda fjárfesta
-Leigja út nýtingarréttinn á orkulindum
-Og margt fleira

Sævar Már Gústavsson FD


mbl.is Sala á eldsneyti, áfengi og tóbaki minnkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Já, fólkið í landinu hefur ekki djúpa vasa.

Það þarf að skera niður.

Annars byrjaði ég að kaupa brugg  þegar síðasta áfengishækkunin gekk í garð. Fór yfir ákveðin þolmörk  hjá mér og ég leitaði mér leiða. Og eins og þú segir í pistlinum.Þá hefur heimabrugg færst í aukana.

Sleggjan og Hvellurinn, 19.8.2010 kl. 01:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband