Aðskilnaður ríkis og kirkju - Ályktun FD

Frjálslyndir Demókratar beita sér fyrir aðskilnaði ríkis og kirkju. Þótt að atburðir seinustu daga séu ekki teknir með er það algjörlega óásættanlegt að ríkið haldi úti trúarsöfnuði.

- Við teljum það brot á trúfrelsi einstaklinga að ríkið styrki einn trúarsöfnuð um 5-6 milljarða á ári óháð því hvað margir eru skráðir í söfnuðinn.
- Ríki og kirkja eiga ekkert sameiginlegt í því starfi sem þessar stofnanir vinna og eiga því að vera að fullu aðskildar
- Ríkið á ekki að beina 5-6 milljörðum inn í trúarsöfnuð í hvaða árferði sem er þegar hægt er að setja þennan pening í mun þarfari rekstur.
- Hagsmunum kirkjunnar er betur borgið þegar ríkið er ekki að vasast í starfsemi hennar og kirkjan getur þá farið að fullu eftir því sem hún boðar.

Einnig teljum við að barn eigi ekki að vera skráð í trúfélag sem móðir þess tilheyrir við fæðingu. Barnið á sjálft að fá að ákveða hvar það stendur í trúmálum. Einnig viljum við að fermingaraldur verði hækkaður upp í lögráða-aldur og þá geti einstaklingurinn tekið ákvörðun um trúmál sín.

Sævar Már Gústavsson FD


mbl.is Hvarflað að forsætisráðherra að segja sig úr þjóðkirkju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Mjög skynsöm stefna.

Sleggjan og Hvellurinn, 25.8.2010 kl. 09:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband