Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2010

Kynning á hugmyndafræði Frjálslyndra Demókrata

Hugmyndafræði
Hugmyndafræði Frjálslyndra Demókrata er frjálslyndi, byggt á gildum á borð við einstaklingsfrelsi, persónulega ábyrgð og frelsi frá takmörkunum stjórnvalda.  Markmið stefnu Frjálslyndra Demókrata er að hver einstaklingur hafi frelsi og möguleika á að láta sjálfur drauma sína rætast og ná sjálfur sínum framtíðaráformum. Frjálslyndir Demókratar telja að það séu einstaklingar sem búa til samfélagið, en ekki að samfélagið geri einstaklinginn.  Hér fyrir neðan eru helstu þættir stefnu okkar lýst.

Einstaklingsbundin réttindi

Frjálslyndir Demókratar telja að hver einstaklingur er einstakur.  Því trúum við á kerfi, sem virðir einstaklinga og hvetur hvern mann til að nota sína hæfileika til að bæta möguleika sína í samfélaginu.  Einstaklingar ættu að vera frjálsir til að taka ákvarðanir fyrir sig og einnig til að taka ábyrgð á afleiðingunum sem vali þeirra fylgir.  Stuðningur okkar fyrir rétti einstaklingsins til að gera ákvarðanir í lífinu þýðir ekki að við séum endilega samþykkir eða ósamþykkir vali þeirra, en það þýðir að við styðjum og viðurkennum rétt einstaklingsins til að vera í stjórn yfir hans eða hennar eigin lífi.

Hlutverk ríkisins
Í mörgum þáttum í lífi okkar eru ákvarðanir sem við tökum, í auknum mæli takmarkaðar vegna aðgerða og ákvarðanna ríkisins.  Þessu þarf að breyta.   Frjálslyndir Demókratar telja að hlutverk ríkisins ætti að vera að vernda grundvallar réttindi einstaklinga, svo sem eignarrétt, og á sama tíma tryggja að lágmarks félagsleg þjónusta sé fyrir þá sem geta ekki annast sig sjálfir, veita fólki hjálp til sjálfshjálpar.

Frjálslyndir Demókratar vilja draga úr hlutverki ríkisins og miðstýringu ákvarðanna um velferð fólks og koma þeirri ákvarðannartöku meira til sveitarstjórna - bestu ákvarðanir eru teknar í nálægð við borgara.  Dæmi um þetta eru skólamál, sem ættu að vera í höndum skólanefndar hvers sveitrarfélags.  Einnig má nefna heilbrigðiskerfið þar sem Frjálslyndir Demókratar vilja að fagfólk fái meira að segja um þá starfsemi. Með afnámi miðstýrðar ákvarðanatöku er hægt að halda fjölbreytni í samfélagi okkar með staðbundnum ákvörðunartökum.  Því miður erum við að sættast við þá hugmynd að allar ákvarðanir séu teknar af miðstýrðu ríkisvaldi.  Enginn græðir á því að stjórn-málamenn reyni að hafa stjórn á hvernig við hegðum okkar lífi.

ESB og alþjóðavæðing
Flokkur Frjálslyndra Demókrata er alþjóðlegamiðaður flokkur sem einblýnir á kosti alþjóðavæðingar heimsins og jákvæð áhrif af frjálsum markaði og frjálsum viðskiptum.  Þess vegna vilja Frjálslyndir Demókratar einnig sjá að Evrópusambandið leggi meiri áhersluá aukna fríverslun við lönd utan sambandsins og þá sérstaklega með tilliti til þróunarlanda.  Frjáls viðskipti leiða til þess að skipti á vörum millil anda eykst, sem skapar meiri velferð fyrir alla.  Frjálslyndir Demókratar styðja aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Frjáls markaður
Frjáls markaður og samkeppni á markaði úthluta rfjármagni á skilvirkasta mátann.  Hver einstaklingur hefur rétt til að bjóða vörur og þjónustu til annarra á skilmálum frjáls markaðar.  Meginreglan er, að ríkið ætti ekki að grípa inn í markaði og reyna hafa áhrif á hann, það veldur aðeins ójafnvægi á mörkuðum.   Eina virka hlutverk ríkisins á markaði er að tryggja gagnsæi á markaði og vernda hann gegn svikum.

Skattlagning
Frjálslyndir Demókratar telja að á Íslandi þurfi að lækka verulega skatta á einstaklinga og fyrirtæki til lengri tíma litið.  Skattalækkanir munu hjálpa til við myndun hagvöxts og að lokum koma á aukinni velferð í íslensku samfélagi.  Ennfremur munu skattalækkanir skapa meiri hvata til vinnu, bæta alþjóðlega samkeppnisstöðuí slenskra fyrir-tækja og hvetja fólk til að hefja rekstur eigin fyrirtækja.

Þýttaf síðu Liberal Alliance í Danmörku: http://www.liberalalliance.dk/english/


Eistland tekur upp evru eftir 50 daga

Þann 1. janúar næst komandi verður Eistland 17. landið í Evrópu til að taka upp evru sem sinn gjaldmiðil. Frá stofnun evrusvæðisins hafa sífellt fleiri lönd bæst í hópinn og eru vinir okkar frá Eistlandi næstir inn.

 Öll ríki ESB annað hvort hafa evru eða stefna að upptöku evru í framtíðinni, að Bretum og Dönum undanskildum. Danir hafa þó í raun evru en kalla hana krónu sem sveiflast +/- 2,25% miðað við gengi evru. Danir stefna á að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um endanlega upptöku evru á komandi árum.

 Hvert ríki á evrusvæðinu hefur sína eigin hönnun á bakhlið allra evrumynta, myntirnar má þó nota hvar sem er á evrusvæðinu. Eistneska þjóðin fékk að kjósa um útlit á sínum myntum og varð meðfylgjandi hönnun fyrir valinu.

1 evra - Eistland

 Hvernig myndu íslenskar evrur líta út? Athugið að ekki þurfa allar myntir að hafa sömu mynd. Þannig getur €2 mynt haft aðra hönnun en €1 mynt o.s.frv. 

Maður getur t.a.m. séð fyrir sér skjaldamerki Íslands, útlínur landsins líkt og Eistar völdu. Nú eða einfaldlega myndir af merkilegum Íslenskum íslenskum stöðum eða fólki.

Hver vill ekki ganga um með evrur sem bera mynd Vigdísar Finnbogadóttur?

 

Bakhliðir allra evru mynta má sjá á meðfylgjandi slóðum:

2 evrur: http://www.ecb.int/euro/coins/2euro/html/index.en.html

1 evra: http://www.ecb.int/euro/coins/1euro/html/index.en.html

50 sent: http://www.ecb.int/euro/coins/50cents/html/index.en.html

20 sent: http://www.ecb.int/euro/coins/20cents/html/index.en.html

10 sent: http://www.ecb.int/euro/coins/10cents/html/index.en.html

5 sent: http://www.ecb.int/euro/coins/5cents/html/index.en.html

2 sent: http://www.ecb.int/euro/coins/2cents/html/index.en.html

1 sent: http://www.ecb.int/euro/coins/1cent/html/index.en.html 


Alþýðulýðveldið Ísland? Nei takk!

Núna á dögunum bárust þær frábæru fréttir að búið væri að falla frá svokallaðri Fjölmiðlastofu sem með tilvist sinni mundi brjóta á sjötugustu og þriðju grein stjórnarskrárinnar um tjáningarfrelsi. En í staðinn kemur þetta. Verða núna allir sem vilja halda úti .is síðu að sækja um leyfi hjá stjórnvöldum? Hvað er að gerast? Forræðis- og forsjárhyggja eru að þröngva sér inn í líf landsmanna! Snúum þessari þróun við og förum á ný að bera virðingu fyrir stjórnarskránni sem á að vernda fólkið í landinu gegn ægivaldi ríkisins!

Frjálslyndir Demókratar bera virðingu fyrir grundvallar mannréttindum og munu berjast með kjafti og klóm þeim til varnar!

Sævar Már Gústavsson FD


mbl.is Landslénið .is verði gæðamerki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einstaklingsfrelsi? Já takk!


Í dag ríkir samfélagsgerð sem treystir mikið á ríkið. Ríkið heldur úti heilbrigðisþjónustu, menntaþjónustu, stærsta fjölmiðli landsins, rekur banka, borgar fleiri miljarða til trúfélags, heldur stjórnmálaflokkum gangandi, ríkið tryggir bankainnistæður allra landsmanna, það ríkir samfélagsleg ábyrgð. Samkvæmt seinustu kosningum, þar sem að vinstri-stjórn var kosinn, þá vill fólk greinilega að ríkið hafi þó nokkuð mikill afskipti af hinu dags daglega lífi. En um leið kvartar fólk sárann yfir því að skattar hækki, niðurskurður bitni á grunnþjónustunni o.fl. Af hverju er fólk að kvarta yfir þeirri hugmyndafræði sem það kaus yfir sig?

Hvernig væri að athuga hvernig það þjónaði einstaklingum að heilbrigðisþjónustan væri að hluta til einkarekinn, skólum gefið meira frelsi til að móta nám í hverjum og einum skóla og að þeir verði að einhverju leyti einkareknir, trúfélög og stjórnmálaflokkar reki sig sjálfir, allir fjölmiðlar landsins verði í frjálsri eigu? Hvernig væri að fólkið fái að ákveða í hvað það lætur peningana sína? Hvernig væri að fólkið fyndi fyrir samfélagslegri-ábyrgð án þess að ríkið neyði það til þess? Leyfum fólki að vera frjálsir einstklingar og ráða sínu lífi. Minnkum umsvif ríkisins, hættum miðstýringu, forsjárhyggju og pólitískri rétthusun,lækkum við skatta og gefum fólkinu meira frelsi. Fólkið þarf að fá valdið yfir sjálfum sér aftur.

Sævar Már Gústavsson FD


Um evru

Það sem helst vantar í umræðuna um aðild Íslands að Evrópusambandinu eru rök með og á móti aðild Íslands að myntbandalaginu. Hér verður farið yfir helstu rök með upptöku evru.

Upptaka nýs gjaldmiðils hér á landi er að mati margra Íslendinga nauðsynleg og einfaldlega forsenda þess að hægt sé að vinna að stöðugleika og velferð fyrir okkur og börnin okkar.

En hvers vegna að gera evru að gjaldmiðli Íslands?

Fyrir utan að auðvelda ferðalög Íslendinga innan Evrópu, þá er sameiginleg mynt álfunnar skynsamleg bæði út frá efnahagslegu og pólitísku sjónarmiði. Undirstöðuatriði í stjórnun evrusvæðisins er að viðhalda lágum vöxtum og lítilli verðbólgu sem hvetur til frjárfestinga og veitir íbúum þessara landa vissu og öryggi.

Einn gjaldmiðill fyrir einn opin markað var talið rökrétt skref fyrir Evrópu þegar ákvörðun var tekin um sameiginlegan gjaldmiðil árið 1992. Sjö árum síðan varð evra til á rafrænu formi og 1. janúar 2002 fóru seðlar og mynt í dreifingu. Ísland er aðili að þessum markaði í gegn um EES samninginn. Réttasta skrefið í stöðunni væri að ganga inn í Evrópusambandið og taka upp sameiginlega mynt. Þetta er að sjálfsögðu sagt með þeim fyrirvara að aðildarsamningur Íslands að ESB verði viðunandi fyrir okkar þjóð.

Sameiginleg mynt Evrópu eykur gagnsæi í verðlagningu, auðveldar verðsamanburð milli landa, lækkar viðskiptakostnað einstaklinga og fyrirtækja, útrýmir kostnaði við skipti á gjaldeyri og smyr hjól atvinnulífs á svæðinu og um leið á Íslandi ef Íslendingar kjósa að ganga í ESB. Evra er annar stærsti gjaldmiðill í veröldinni og sem hluti af Evrusvæðinu væri Ísland komið í skjól sem hluti af stórri heild í Evrópu. Stærð myntsvæðisins verndar aðildarlöndin fyrir stórum efnahagslegum áföllum, s.s. snöggri hækkun á olíuverði eða sviptingum á gjaldeyrismörkuðum.

Í dag er evra í daglegri notkun á meðal yfir 300 milljón manna. Evrulöndin eru í dag 16 talsins og fjölgar stöðugt, þann 1. janúar næstkomandi bætast vinir okkar frá Eistlandi í þennan hóp og verða þar með 17 fullvalda ríkið sem hefur evru sem sinn gjaldmiðil.

Öll ESB lönd eru skuldbundin til þess að taka upp evru á einhverjum tímapunkti að tveimur undanskildum en það eru Danmörk og Bretland. Danir munu innan fárra ára halda þjóðaratkvæðagreiðslu um upptöku evru. Danmörk er þó í reynd aðili að myntsvæðinu þar sem danska krónan hefur verið fest við evru með 2,25% vikmörkum í mörg ár og verður það áfram. Danir kjósa því að kalla sinn gjaldmiðil krónu en hún hefur þó lítinn sem engan sveigjanleika frá gengi evru. Bretar aftur á móti hyggjast ekki taka upp evru og vilja heldur halda í sterlingspundið.

Réttasta skrefið fyrir Ísland er að taka þátt í verkefninu um evru með nágrönnum okkar í Evrópu.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband