Bloggfærslur mánaðarins, desember 2010

Norræni Borgaraflokkurinn

Eins og fólk hefur væntanlega tekið eftir þá hafa komið fram fréttir um stofnun nýs stjórnmálaflokks. Norræni Borgaraflokkurinn á að vera mjúkur hægri flokkur með mannlega hægristefnu. Við sem stöndum að baki Frjálslyndum Demókrötum erum einn angi þessa nýja flokks. Þegar flokkurinn mun vera stofnaður formlega munu Frjálslyndir Demókratar ganga í flokkinn.

Stefnuskrá Norræna Borgaraflokksins mun vera lík þeirri stefnu sem hefur komið fram í skrifum hér á síðunni, nema sterkari og meira heildstæð. Við styðjum fólk að fylgjast með framvindu mála og íhuga þennan nýja valkost með opnum huga. Það er alltaf hægt að stofna stjórnmálaflokk, en það eru ekki mörg tækifæri til að stofna stjórnmálaflokk sem getur virkilega náð til fólksins og veit því valdið aftur. Tækifærið til breytinga er núna. Við skulum ekki láta það framhjá okkur fara.

Nú er kominn tími til að láta frjálslyndi, víðsýni, mannúð og jöfn tækifæri ráða för.

Sævar Már Gústavsson FD


mbl.is Segir viðbrögð góð við nýjum flokki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Valdið sem villir oss sýn!

„Læðist eins og valdið sem villir oss sýn".  Svona syngur Bjartmar Guðlaugsson í einum aflögum sínum.  Þessi bútur hefur mér ætíðverið hugleikinn.  Hvað vald er að villaoss sýn?  Í laginu sem Bjartmar söng erverið að tala um kirkjuna sem valdastofnun. Allt frá því að krikjan fór að skipuleggja sig og stofnanavæðast hefurhún verið vald í augum fólks, stjórntæki guðs á jörðu.  Kirkjan var ung þegar hún útilokaði þannmöguleika að konur gætu verið prestar eða þaðan af meira.  Eflaust hefur rökstuðningurinn fyri því haftmikil áhrif á fáfróðann almúgann og ekki hefur þessi ákvörðun kirkjunnar styrktstöðu kvenna í samfélaginu.  Ekki batnaðisvo ástandið þegar kirkjan varð samofinn ríkisvaldinu, sem ekki var lýðræðislegtog þá síður kirkjan.  Hérna voru talsmennhinna veraldlegu og andlegu afla komin saman í eina sæng.  Fáfróður almúginn gat lítið gert og tryggðvið valdið var það eina sem fólk gat gert til að eiga sér lífsafkomu von.  Með upplýsingunni kom tækifæri fyriralmennings til að brjótast undan ægivaldi ríkisvaldsins og kirkjunar.  Upplýsingarmenn litu kirkjuna alveg samahornauga og þeir litu á ríkisvaldið. Saman voru þessar tvær stofnanir ábyrggar fyrir kúgun og þrælkunalmennings.  Þessir herramenn voru meðþeim fyrstu sem fóru að efast um réttmæti þess sem Biblían sagði.  Flestir skutu þeir skipulögð trúarbrögð niðurog kenningar þeirra, en fannst þeir ekki hafa næginlegar upplýsingar til aðneita trúnni alveg þannig að úr til varð nokkurs konar Deiismi.  Trúinn hafði ekki tangarhald áfrjálsþenkjandi mönnum og konum.   Skrifupplýsingarmannanna gáfu okkur lýðræðið. Framtak þeirra gaf okkur tækifæri til að geta mótað samfélag okkar meðeinhverjum hætti.  Sú vegferð að geraeinstakling meira ráðandi yfir sínu eigin lífi er enn í gangi og enn ertöluvert í land.   Enn þann dag í daghalda þeir sem fara með valdið í umboði almennings að þeir hafi leyfi til þessað vera segja fólki fyrir verkum, hvað það á að gera, hvað það má ekki gera,hvað það á að kaupa o.fl.  Ríkisvaldið áekki að gera neitt nema að vernda stjórnarskránna og sjá til þess að hún sé virt.  Það er t.d. ekki ábyrgð ríkisvaldsins aðákveða hvort fólk megi fá sér Cheerios. Samt sem áður er Cheerios t.d. ekki leyft í ESB.  Eins er með fíkniefni.  Það vita allir af skaðsemi þeirra, sumirvilja hinsvegar lýta fram hjá því og nota þau samt sem áður.  Bann við notkun fíkniefna kemur ekki í vegfyrir notkun þeirra, heldur ekki lögleiðing þeirra.  En aðalmálið er að það er ekki ríkisvaldsinsað ákveða hvort einstaklingur megi neita þeirra, það vald liggur hjá honum sjálfum.  Hægt er að skeggræða það hvort ríkið eigi aðhalda úti velferðakerfi eða ekki og er það vel skiljanlegt að fólk viljiríkisrekið velferðakerfi.  Hins vegar efríkið ákveður að reka velferðakerfi þá getur það ekki bannað einkaaðilum aðreka einhvers konar velferðarstofnanir. Ríkið má ekki setja lög sem passar upp á einokun þess.  Öll ríkisstarfssemi þarf að vera viðbúinn þvíað keppa á frjálsum markaði.  Efeinkareksturinn gengur betri þá þarf ríkið að leggja meira á sig eða leggja upplaupana.  Ríkið er ekkistjórnunartæki.  Það er verkfæri til þessað vernda almenning gagnvart allskyns misrétti og því er það mjög alvarlegurhlutur þegar ríkisvaldið verður uppvíst að misrétti á kostnað almennings.  Þess vegna verður að hafa sterkteftirlitskerfi til þess að passa upp á að stjórnvöld starfi innan síns ramma ogvinni með hag almennings í huga en ekki hagmsunahópa.  Almenningur á ekki að hræðast ríkisvaldið.  Samband milli almennings og ríkisvaldsinsþarf að vera þannig að gagnkvæmt traust ríki þar á milli og að ríkið vinni íþágu almennigs, ekki öfugt.  Ríkið geturaldrei og á ekki að geta hugsað fyrir einstakling og hvað sé honum fyrirbestu.  Eina skylda þess gagnvart honumer að vernda mannréttindi hans og í flestum tilfellum borgarleg réttindi hanseins og menntun og heilsugæslu.

Frjálslyndir Demókratar bjóða upp á frjálsar og opnarasamfélag.  Samfélag laust undan kúgunandlegra og veraldlegra afla.  Það erkominn tími á að ríkisvaldið vinni fyrir hönd almennings.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband