Færsluflokkur: Trúmál og siðferði

Frjálslyndi

Frjálslyndisstefnan er runninn undan upplýsingunni og hennar heimspekingum. Heimspekingar stefnunar fóru að efast um ríkjandi fyrirkomulag og viðurkennda þekkingu.

Helstu hugmyndir upplýsingarmanna voru að maðurinn væri skynsamur, markmið mannsins væri að gera sér gott líf í þessum heimi, nota vísindi og aukna þekkingu til að berjast gegn vanþekkingu og hjátrú. En það mikilvægasta sem kom fram með stefnunni var að guðlegu valdi konunga var hafnað. Valdið kom frá fólkinu og fólk felur stjórnum sitt umboð til að fara með sín mál.

Frjálslyndisstefnan er sú hugmyndafræði sem færði okkur lýðræðið. Byrjaði að brjóta niður þröngsýni, hjátrú, hindurvitni og færði manninum trú á sjálfum sér til góðra verka sem mundu leiða af framþróun alls mannkyns.

Í dag lifum við í samfélagi sem er umburðarlynt, víðsýnt og lítur til framtíðar. Fordómar eru litnir illu auga af flestum, trúarlegt umburðarlyndi finnst hjá flestum og metnaðurinn er yfirþyrmandi.

En samt sem áður finnast fordómar á Íslandi sem og óumburðarlyndi gagnvart skoðunum annara. Þetta verður að uppræta og besta leiðin til þess er menntun. Menntun er lykill allra framfara og framtíð allra samfélaga er bundinn við hversu gott menntunarstig þeirra verður og hversu mikið menntun manna verður látin ráða för í ákvörðunartökum framtíðar.

Þar sem að frjálslyndi álýtur manninn skynsaman og vel hæfan til þess að ákveða hvað sé best fyrir sig sjálfan þá leiðir það í för með sér að siðferðislegar reglur settar af ríkinu eiga varla að þekkjast. Maðurinn á að vera frjáls til að iðka sína trú, tjá sig, verja sig, afla sér lífsviðurværis og fjölga sér. En öllu frelsi fylgir mikil ábyrgð og er það mannsins að læra að bera þá ábyrgð sem fylgir frelsinu, þessa ábyrg kennir samfélagsvitundin. Því enginn maður er það frjáls að hann megi brjóta á frelsi annara. Ríki hvers lands á að halda höftum til athafna í lágmarki. Maðurinn á ekki að þurfa að greiða mestan part launa sinna til ríkisins ekki nema að hann óski þess. Ríkið á ekki að standa í veg fyrir framförum og breytingum sem eru studdar af meirihluta almennings. En maðurinn þarf samt sem áður að átta sig á því hvað sé samfélaginu fyrir bestu. Þess vegna þurfa allir að geta notið aðstoðar er varðar heilbrigði, menntun og vörn fyrir sínum rétti ókeypis eða gegn viðráðanlegu gjaldi. Ríkið sem sækir umboð sitt til fólksins á að vera tæki sem ver mannréttindi. Það þarf því að bjóða upp á að fólk geti sótt læknisþjónustu, menntastofnanir og lögfræðiþjónustu. Velferð náungans er öllum viðkomandi, því við öll lifum í sama samfélagi og ef öllu vegnar vel eru tækifærin mun fleiri en ella. Þess vegna þarf maðurinn að muna eftir samfélagslegri ábyrgð sinni sem hluta af frelsinu.

Maður tryggir sín mannréttindi með því að hjálpa öðrum að tryggja sín mannréttindi.

Sævar Már Gústavsson FD


Aðskilnaður ríkis og kirkju - Ályktun FD

Frjálslyndir Demókratar beita sér fyrir aðskilnaði ríkis og kirkju. Þótt að atburðir seinustu daga séu ekki teknir með er það algjörlega óásættanlegt að ríkið haldi úti trúarsöfnuði.

- Við teljum það brot á trúfrelsi einstaklinga að ríkið styrki einn trúarsöfnuð um 5-6 milljarða á ári óháð því hvað margir eru skráðir í söfnuðinn.
- Ríki og kirkja eiga ekkert sameiginlegt í því starfi sem þessar stofnanir vinna og eiga því að vera að fullu aðskildar
- Ríkið á ekki að beina 5-6 milljörðum inn í trúarsöfnuð í hvaða árferði sem er þegar hægt er að setja þennan pening í mun þarfari rekstur.
- Hagsmunum kirkjunnar er betur borgið þegar ríkið er ekki að vasast í starfsemi hennar og kirkjan getur þá farið að fullu eftir því sem hún boðar.

Einnig teljum við að barn eigi ekki að vera skráð í trúfélag sem móðir þess tilheyrir við fæðingu. Barnið á sjálft að fá að ákveða hvar það stendur í trúmálum. Einnig viljum við að fermingaraldur verði hækkaður upp í lögráða-aldur og þá geti einstaklingurinn tekið ákvörðun um trúmál sín.

Sævar Már Gústavsson FD


mbl.is Hvarflað að forsætisráðherra að segja sig úr þjóðkirkju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband