Ekki að ástæðulausu!

Ríkisstjórn Ísland er alltaf að sína það betur og betur hversu mikil óstjórn er á ríkisheimilinu um þessar mundir. Ríkisstjórnin virðist vera óhæf til að standa saman til að taka ákvarðanir.

Tíminn fyrir ný stjórnmálaöfl er svo sannarleg kominn. Þótt þau skilgreini sig á hægri eða vinstri væng stjórnmálanna þá er jafn mikil þörf fyrir þau. Flokka sem eru tilbúnir að starfa öðruvísi en þeir flokkar en eru við völd núna.

Hvort sem það er Magma-málið, ESB eða eitthvað annað þá eru þessir flokkar óhæfir til að starfa saman og vinna sameiginlega að málunum.

Markmiðið okkar er að Frjálslyndir Demókratar nái að láta kveða að sér í stjórnmálum og verði tákn nýrra vinnu-og hugsunarhátta. Enn þann dag í dag er formleg stofnun aðeins draumur en við teljum okkar stefnumál höfða vel til fólks sem hefur ekki fundið sig í gömlu flokkunum og er langþreytt á valdabaráttu þeirra. Einnig reynum við að ná til fólks sem hefur stutt ákveðinn flokk vegna þess að sá flokkur er næstur þeirra hugmyndafræði en við teljum okkar stefnumál eiga getað höfðað til allra.

Við stefnum á að halda stofnfund sem fyrst en það fer eftir því hvað við verðum duglegir að afla stuðningsmanna.

Ef Frjálslyndir Demókratar er flokkur sem þið gætuð hugsað ykkur að styðja endilega staðfestið áhuga ykkar á Facebook síðu okkar(tengill á síðuna er neðar á síðunni) og takið þátt í skoðanakönnunni á síðunni.

Frjálslyndir Demókratar


mbl.is Stjórnin óttast kosningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband