Skref í rétta átt
26.7.2010 | 11:02
Áhugahópur um stofnun flokks Frjálslyndra Demókrata telur þetta skref í rétta átt.
Frjálslyndir Demókratar vilja klára aðildarviðræður við ESB og ná fram sem hagstæðustum samningi fyrir íslenska þjóð. Eins og þegar hefur verið ákveðið mun þjóðin sjálf kjósa um aðild Íslands að Evrópusambandinu.
Það er fullkomlega rökrétt að klára það ferli sem þegar er hafið og mikilvægt er að ná góðu samningi sem Íslendingar geta kosið um.
Nánar má lesa um hóp áhugafólks um stofnun nýs flokks, Frjálslyndra Demókrata, á eftirfarandi slóð:
http://www.facebook.com/pages/Frjalslyndir-Demokratar/130164107024509?ref=ts
Samþykktu að hefja viðræður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Fyrir mistök átti eftir að opna fyrir athugasemdir við bloggið okkar, það hefur nú verið gert
Frjálslyndir demókratar, 26.7.2010 kl. 11:37
Þetta er athyglisvert framtak hjá ykkur, en bersýnilega á algjörum byrjunarreit hvað varðar þjóðfélagsmálefni.
Helsta vandamál okkar nú, er að meginhluta íslenskra peninga var skotið undan, svo þjóðin þarf að fá lánað fé frá AGS til að reka samfélagsþjónustuna.
Annar meginþáttur vandamála okkar er að tekjuöflun þjóðarbúsins hefur ekkert verið sinnt í meira en áratug, svo ef við ætlum að lifa við svipaðan lífsstandard og hefur verið, verðum við að leggja megináherslu á aukna tekjumyndun þjóðfélagsins, með auknum gjaldeyristekjum. Í því samhengi dugar ekki að breyta yfir í Evru, því við framleiðum ekki heldur nógu margar Evrur til að standa undir útgjöldum okkar.
Sjái ég ykkur koma með vakandi sýn á tekjuöflunina (aðra en stóriðju) og að þið hafið sjáanlega auga fyrir útrýmingu spillingar í stjórnsýslunni, réttarfari og viðskiptalífinu, mun ég fara að gefa ykkur athugult auga.
Að sjálfsögðu er einnig afar mikilvægt að forystufólk svona átaks birti nafn sitt og kennitölu, svo vitað sé hverjir standi að baki átakinu.
Ef alvara og þekking fylgir þessu máli, óska ég ykkur velfarnaðar.
Guðbjörn Jónsson, 26.7.2010 kl. 13:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.