Eitt stærsta hagsmunamálið

Þegar kemur að spurningunni um aðild Íslands að ESB ber að hafa ofarlega í huga eitt stærsta hagsmunamál komandi kynslóða á Íslandi. Það er framtíðar gjaldmiðill Íslendinga.

Í dag halda Íslendingar úti minnstu sjálfstæðu mynt veraldar með tilheyrandi kostnaði, háu vaxtastigi, verðbólguskotum og óstöugleika í verðlagi og launakjörum á alþjóðelgan mælikvarða.

Vissulega getur sveigjanleiki krónunnar komið sér vel þegar í óefni er komið líkt og um þessar mundir. En þó má ekki gleyma því að hagstjórnarleg mistök eru það sem komu krónunni á þann stað sem hún er í dag, rétt eins og hún kom krónunni á þann vonda stað sem hún var fyrir örfáum árum.

Sveigjanleiki sjálfstæðrar myntar til bjargar misgóðri hagstjórn og misgóðum ríkisstjórnum á kostnað íbúa þessa lands eru ekki næg rök til að halda í þessa smáu mynt til framtíðar.

Sama hvort það er evra eða annar gjaldmiðill sem mun leysa krónu af hólmi, þá er ljóst að Ísland þarf að vera hluti af stærra myntsvæði. Það þýðir lægri vextir, engin verðtrygging, stöðugleiki í verðlagi, auðveldari verðsamanburður við önnur Evrópuríki og síðast en ekki síst þýðir það að ríkisvaldið þarf að beita mun meira aðhaldi í ríkisrekstrinum þar sem að ekki verður lengur hægt að treysta á flökt gjaldmiðilsins til að leysa okkur úr snörunni.

Frjálslyndir demókratar vilja ljúka aðildarviðræðum við ESB, ná fram sem hagstæðustum samningi og þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarsamning.

Nánar um Frjálslynda demókrata hér:
http://www.facebook.com/pages/Frjalslyndir-Demokratar/130164107024509?ref=ts


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Æ, Æ, það er nokkuð greinilegt að sá sem þetta skrifar hefur ekki heildarsýn á málefni þjóðfélagsins. Það er sama hvað myntin heitir, ef við framleiðum ekki nóg af henni, til að greiða fyrir vörur og þjónustu frá örðum löndum, verðum við annað hvort að spara meira eða fá peninga á láni frá öðrum löndum til að greiða fyrir eyðslu okkar. Þau lán þarf svo að' greiða síðar. Hver á að greiða þau? Börnin okkar eða barnabörn?

Háir vextir á Íslandi stafa ekki af myntinni sem notuð er. Þeir stafa af alltof stóru fjármálakerfi og gífurlega ábyrgðarlausri útlánastarfsemi, þar sem alltof hátt hlutfall útlána tapast.

Á tölvuöld nútímans skiptir engu máli hver viðskiptamyntin er, til verðsamanburðar. Slíkt má leysa með einu reiknilíkani.

Ríkisreksturinn þandist út á svokölluðum "góðærisárum", þegar erlendu fjármagni var mokað inn í landið og lánastofnanir dældu því út í allar áttir, til beinnar eyðslu, óþarfra húsbygginga, ónýtra hlutabréfakaupa og gífurlega hárra kúllána, sem voru án allra ábyrgða eða endurgreiðlsumöguleika. 

Ríkissjóður fékk að sjálfsögðu auknar skatttekjur af þessari auknu veltu. Skatttekjur sem nú dragast að sjálfsögðu saman. Við þær aðstæður sem þannig hafa skapast er ríkisbáknið stærra en tekjugrunnurinn. Þá er spurningin hvað á að gera. Skera niður útgjöld, eða auka tekjur þjóðarbúsins, svo ríkissjóður fái aftur auknar tekjur.

Augljóslega stækkum við ekki þjóðarbúið með auknum lántökum. Af því leiðir að við verðum að framleiða meira, og jafnframt temja okkur betri nýtingu þeirra fjármuna sem þjóðin aflar.

Guðbjörn Jónsson, 26.7.2010 kl. 14:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband