Stefnumál Frjálslyndra Demókrata

Hér á eftir koma nokkrar tillögur um hvernig Frjálslyndir Demókratar vilja sjá hlutunum breytt þegar kemur að Alþingi, þingmönnum og stjórnmálaflokkum.

Stjórnmál

- Alþingismönnum verði fækkað um allt að 30

- Ráðuneyti verði sameinuð og færri ráðherrar verða fyrir vikið

- Þríksipting valds verði stóraukin og ráðherrar muni ekki sitja á þingi

- Landið verði gert að einu kjördæmi til að öll atkvæði landsmanna gildi jafn mikið

- Kosningakerfinu verði breytt(allar tillögur teknar til athugunar)

- Styrkir til stjórnmálaflokka verði afnumdir og hver og einn frambjóðandi fær í staðinn ákveðna upphæð frá ríkinu til þess að koma sér á framfæri í hverjum kosningum. Allir fá sömu upphæðina.

- Sett verði í lög að ráðherrar fái ekki að vera ráðherrar í meira en átta ár í senn. Þá verður að líða heilt kjörtímabil áður en þeir mega taka ráðherrasæti aftur. Þetta leiðir af sér endurnýjun í ráðherraembættum og leyfir ráðherrum að afla sér reynslu á öðrum sviðum á því kjörtímabili sem þeir gegna ekki ráðherra-embætti

- Alþingismenn sitji ekki lengur en 12 ár á þingi í senn. Þá verður að líða heilt kjörtímabil áður en þeir mega bjóða sig fram til þings aftur. Þetta gerir endurnýjun á þingi mun skilvirkari og leyfir einnig þingmönnum að afla sér reynslu á öðrum sviðum á því kjörtímabili sem þeir sitja ekki á þingi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband