Lokabarrátta stjórnarinnar!
31.8.2010 | 00:58
Frjálslyndir Demókratar eru á því að það væri algert glapræði fyrir íslenska þjóð að draga aðildarviðræður til baka. Sú aðgerð gæti rústað nú þegar skemmdu alþjóðaáliti á trúverðugleika Íslands.
Það má rökræða fram og aftur um hvort að aðildarviðræður við ESB sem núna standa yfir hafa komið á réttu tíma en núna er viðræðuferlið hafið og það á að klára.
Passa verður að almenningur hafi fullan aðgang að öllu ferli aðildarviðræðnanna til þess að geta tekið upplýsta ákvörðun sem hægt er að rökstyðja. Einnig væri það mjög fínt ef þeir sem eru hlyntir inngöngu og þeir sem eru andvígir hætti að grafa umræðuna á ESB á það plan sem hún er með því að hætta þessum skotgrafahernaði og rökræða heldur á málefnalegum grundvelli án upphrópanna og fullyrðinga.
Það eru mjög margir fletir á ESB aðild og það á ekki að gefa sér upp niðurstöðu fyrirfram, heldur þegar öll mál liggja upp á borði og hægt er að krifja þau til mergjar.
Hins vegar er það bráðnauðsynlegt að kosið verði um tillöguna strax þegar þing kemur saman. Þá er hægt að sjá stöðu ríkisstjórnarinnar og ef hún springur þá á að boða til nýrra kosninga. Það gengur ekki að hafa ríkisstjórn yfir landinu sem gengur þverklofin í gegnum öll vandamál.
Núna þurfa öll þau nýju stjórnmálaöfl sem eru að myndast í samfélaginu að fá tækifæri til þess að komast að. Flokkarnir sem sitja á þingin núna eru allir rúnir trausti og þarf að fá nýtt andrúmsloft inná þing.
Hvetjum fólk til þess að kynna sér hugmyndir Frjálslyndra Demókrata.
Sævar Már Gústavsson FD
Styður ekki stöðvun viðræðna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Evrópumál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.