Eistland tekur upp evru eftir 50 daga

Þann 1. janúar næst komandi verður Eistland 17. landið í Evrópu til að taka upp evru sem sinn gjaldmiðil. Frá stofnun evrusvæðisins hafa sífellt fleiri lönd bæst í hópinn og eru vinir okkar frá Eistlandi næstir inn.

 Öll ríki ESB annað hvort hafa evru eða stefna að upptöku evru í framtíðinni, að Bretum og Dönum undanskildum. Danir hafa þó í raun evru en kalla hana krónu sem sveiflast +/- 2,25% miðað við gengi evru. Danir stefna á að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um endanlega upptöku evru á komandi árum.

 Hvert ríki á evrusvæðinu hefur sína eigin hönnun á bakhlið allra evrumynta, myntirnar má þó nota hvar sem er á evrusvæðinu. Eistneska þjóðin fékk að kjósa um útlit á sínum myntum og varð meðfylgjandi hönnun fyrir valinu.

1 evra - Eistland

 Hvernig myndu íslenskar evrur líta út? Athugið að ekki þurfa allar myntir að hafa sömu mynd. Þannig getur €2 mynt haft aðra hönnun en €1 mynt o.s.frv. 

Maður getur t.a.m. séð fyrir sér skjaldamerki Íslands, útlínur landsins líkt og Eistar völdu. Nú eða einfaldlega myndir af merkilegum Íslenskum íslenskum stöðum eða fólki.

Hver vill ekki ganga um með evrur sem bera mynd Vigdísar Finnbogadóttur?

 

Bakhliðir allra evru mynta má sjá á meðfylgjandi slóðum:

2 evrur: http://www.ecb.int/euro/coins/2euro/html/index.en.html

1 evra: http://www.ecb.int/euro/coins/1euro/html/index.en.html

50 sent: http://www.ecb.int/euro/coins/50cents/html/index.en.html

20 sent: http://www.ecb.int/euro/coins/20cents/html/index.en.html

10 sent: http://www.ecb.int/euro/coins/10cents/html/index.en.html

5 sent: http://www.ecb.int/euro/coins/5cents/html/index.en.html

2 sent: http://www.ecb.int/euro/coins/2cents/html/index.en.html

1 sent: http://www.ecb.int/euro/coins/1cent/html/index.en.html 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband