Færsluflokkur: Bloggar

Jákvætt skref

Virkilega jákvætt skref hjá stjórnvöldum. Hafa loksins viðurkennt það að þeir sem kjósast til valda eru ekki almenningi æðri og þurfa því í sífellu að fá menntun um góð vinnubrögð og góða stjórnsýslu.

En þeir starfsmenn sem eru nú þegar í ráðuneytum mættu alveg fá kennslu líka. En skulum bara vona að þeir ráðherrar sem sitja við völd núna þurfi ekki kennslu og að nýtt fólk verði komið í þeirra stað fyrr en seinna.

Sævar Már Gústavsson FD


mbl.is Starfsmenn ráðuneyta á skólabekk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skynsemi og framsýni (FD)

Frjálslyndir Demókratar hafa tvær meginstoðir í sinni stefnu. Frjálslyndi og lýðræðisstefnu.

Frjálslyndir Demókratar hafna siðferðislegri afskiptasemi ríkisins algjörlega. Þar að segja vilja ekki segja fólki hvað er rétt og rangt t.d. í trúmálum og fleiru slíku.

Frjálslyndir Demókratar vilja lítil afskipti af markaðnum. Ríkið á aðeins að sjá um að byggja upp lagaramma fyrir markaðinn og sjá um að veita honum eftirlit og halda uppi lögum og reglum.

Frjálslyndir Demókratar vilja breyta kosningakerfinu í átt að meira lýðræði. Landið verði gert að einu kjördæmi og að skil milli löggjafarvalds og framkvæmdarvalds verð styrkt til muna.

Frjálslyndir Demókratar vilja halda úti velferðakerfi til að almenningur fái félagslegt öryggi og tryggja það að mesti mögulegi hluti mannauðsins sé vinnufær og í stakk búinn til að takast á við hið daglega líf. Það að búa einstaklingum heilbrigði sem hann sjálfur getur ekki alltaf búið sér sjálfur teljum við stóran part að einstaklingsfrelsi. Að samfélagið sjálft verji suma parta einstaklinsfrelsis og náttúruréttarins.

Frjálslyndir Demókratar halda uppi skynsemisstefnu. Stefnu sem býður upp á nauðsynlegar breytingar í þjóðfélaginu þegar á þeim er þörf. Maðurinn á aldrei að hætta að þróa samfélagið, tíminn er breytingum háður og aldrei á að láta hræðslu við breytingar og íhaldssemi aftra framþróun.

Við bjóðum skynsama og framsýna hugsunarhætti.

Sýnið okkur stuðning á Facebook síðu okkar

Sævar Már Gústavsson FD


Skattpíning virkar ekki!

Þessar tölur sína að það blóðmjólka almenning virkar ekki. Þótt að tekjur ríkisins af vörugjöldum á eldsneyti, tóbaki og áfengi haf aukist í ár þýðir það ekki að það sama eigi við um næsta ár. Enda skiluðu þessir skattstofnar minna en búist var við. Fjármálaráðherra gleymdi að gera ráð fyri því að fólk hættir á ákveðnu stigi skattpíningar að hafa efni á vörunni sem er skattlögð upp fyrir öll velsæmis mörk. Heimabrugg á áfengi, smygl á áfengi og tóbaki eykst þegar verðið er sprengd upp. Fólk kemur sér hjá því að borga skatta þegar þeir verða of háir, það ræður einfaldlega ekki við það að borga þá. Skattar þurfa að vera sanngjarnir og viðráðanlegir. Í dag er það ekki þannig.

Ríkisstjórnin ætti frekar að skera niður hjá sér áður en hún fer að skattpína illa staddan almenning.

Tillögur að niðurskurði:

-Aðskilja ríki og kirkju. Þeir peningar geta farið í heilbrigðis- og menntakerfið sem er brýn nauðsýn fyrir
-Opinberir starfsmenn hætti að aka um á ríkisbifreið, geta alveg unað sáttir við bensínpeninga
-Fækka þingmönnu og ráðuneytum
-Þetta er einungis brota brot af því sem má skera niður hjá því opinbera

Tillögur að tekjuöflun:

-Hætta að leggja stein í götu fyrirtækja sem reyna að skapa atvinnu á Íslandi
-Búa til hagstætt umhverfi fyrir innlenda og erlenda fjárfesta
-Leigja út nýtingarréttinn á orkulindum
-Og margt fleira

Sævar Már Gústavsson FD


mbl.is Sala á eldsneyti, áfengi og tóbaki minnkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viðhorf á villgötum!

Lesið þessa grein áður en bloggið er lesið:
http://www.deiglan.com/index.php?itemid=13249

Þessi grein segir mjög vel frá þvi hvernig umhverfið fyrir erlenda fjárfesta á Íslandi er orðið og í raun fjárfesta almennt. Þessari þróun verður að snúa við. Það gengur ekki að reka þjóðfélag með velferðarkerfi án fyrirtækja sem greiða stóran hluta af skatttekjum þjóðarbúins.

Við verðum að fá störf fyrir almenning í landinu. Það þjónar öllum.
Verðum að hverfa frá þeirri íhalds- og afturhaldsstefnu sem stjórnin er að leggja upp með. Einstaklingsframtakið verður að fá að njóta sín og frelsi einstaklingsins til að athafna sig einnig.

Frjálslyndir Demókratar vilja sjá meira gert til að koma atvinnulífinu í gang til þess að koma Íslandi út úr þessari lægð. Fyrirtæki verða að fá að fjárfesta til að koma hjólunum í gang, innlend sem erlend. Til að vinna á þessu ástandi verður að horfa á hlutina með opnum huga og með þeim vilja til að leysa vandamálinn, ekki geyma þau eða stækka þau.

Frjálslyndir Demókratar bjóða frjálslynda og lýðræðisslega hugsun við lausn vandamála. Skoðið okkar stefnumál á Facebook og sýnið stuðning.

Sævar Már Gústavsson FD


Stjórnlagaþing

Frjálslyndir Demókratar fagna því að undirbúnigsvinna fyrir stjórnlagaþing sé að hefjast.

Við vonum að fagmannlega verði staðið að því og niðurstaðan verði til umbóta.

Skorum einnig á alla þá sem starfa eða hafa starfað í einhverjum stjórnmálaflokki að halda sig frá stjórnlagaþinginu og leyfa almenningi að komast að.


Stefnumál Frjálslyndra Demókrata

Hér á eftir koma nokkrar tillögur um hvernig Frjálslyndir Demókratar vilja sjá hlutunum breytt þegar kemur að Alþingi, þingmönnum og stjórnmálaflokkum.

Stjórnmál

- Alþingismönnum verði fækkað um allt að 30

- Ráðuneyti verði sameinuð og færri ráðherrar verða fyrir vikið

- Þríksipting valds verði stóraukin og ráðherrar muni ekki sitja á þingi

- Landið verði gert að einu kjördæmi til að öll atkvæði landsmanna gildi jafn mikið

- Kosningakerfinu verði breytt(allar tillögur teknar til athugunar)

- Styrkir til stjórnmálaflokka verði afnumdir og hver og einn frambjóðandi fær í staðinn ákveðna upphæð frá ríkinu til þess að koma sér á framfæri í hverjum kosningum. Allir fá sömu upphæðina.

- Sett verði í lög að ráðherrar fái ekki að vera ráðherrar í meira en átta ár í senn. Þá verður að líða heilt kjörtímabil áður en þeir mega taka ráðherrasæti aftur. Þetta leiðir af sér endurnýjun í ráðherraembættum og leyfir ráðherrum að afla sér reynslu á öðrum sviðum á því kjörtímabili sem þeir gegna ekki ráðherra-embætti

- Alþingismenn sitji ekki lengur en 12 ár á þingi í senn. Þá verður að líða heilt kjörtímabil áður en þeir mega bjóða sig fram til þings aftur. Þetta gerir endurnýjun á þingi mun skilvirkari og leyfir einnig þingmönnum að afla sér reynslu á öðrum sviðum á því kjörtímabili sem þeir sitja ekki á þingi.


Frjálslyndir Demókratar - Nýjir tímar með nýjum áherlsum!

Nú þegar mikill órói er innan veggja Alþingis, þá spyr almenningur sig hvort að þeim 63 þingmönnum sem sitja þar sé treystandi til að fara með mál þjóðarinnar. Flestar fréttir sem heyrast af störfum stjórnarliða er að þeir reyni með öllu móti að koma í veg fyrir að stjórnin springi og að flokkarnir þeirra haldist saman.

Það hefur ekki farið fram hjá neinum að minni flokkurinn í stjórninni er klofinn. Jafnvel í meira en bara tvennt. Samfylkingin sýnir sífellt betur hvernig spilling fær að grassera við þeirra stjórnvöl, þar er dæmið um umboðsmann skuldara öllum ferskt í minni. VG og Samfylkingin virðast ekki vera fær um að koma sér saman um eitt einasta mál, fyrir utan það að þrengja enn meira að sultarólinni og auka skattinnheimtu umfram öll velsæmismörk. Magma-málið er eitt allsherjar klúður, ESB umræðan hefur stórskaðast vegna rifrilda stjórnarflokkanna og síðan var losarahátturinn í Ice-Save deilunni með ólíkindum og hefur stórskaðað stöðu Íslands. Flokkur Ögmundar í ríkisstjórninni heldur öllum málum stjórnarinnar í höndum sér. Ef það er eitthvað sem þeim líkar ekki þá hóta þeir öllu illu og þá verður Samfylkingin að láta undan svo að draumur vinstri-manna verði ekki að engu.

Ekki verður séð að stjórnarflokkarnir tveir(þrír) séu hæfir til að fara með völdin í landinu. Þessu verður að breyta sem fyrst!

Stjórnarandstæðan virðist vera andlaus og getur því lítið veitt stórninni það aðhald sem hún hefur svo ríka þörf fyrir. Framsóknarmenn virðast vera hálfmeðvitundarlausir og forystan þar ekki í takt við aðra í flokknum. Sjálfstæðisflokkurinn er ennþá eins og sært dýr. Eftir afhroð seinustu kosninga hafa þeir reynt að byggja sig upp á nýtt en lítið gengið. Það er greinilegt að innan flokksins eru ekki allir sammála hvernig eigi að hátta málunum. Ekki hjálpar það heldur til að landsfundur þeirra ákvað að fara stunda afturhalds- og einangrunarstefnu.

Enginn þessa fjögurra stórra flokka er hæfur til þess að takast á við vandamálinn í landinu. Því er alveg ljóst að gömlu flokkarnir þurfa að fá sér frí.

Frjálslyndir Demókratar boða nýja tíma. Tíma ábyrgðar, gagnrýnar hugsunar og skynsemi. Frjálslyndir Demókratar vilja leiða Ísland inn í nútíðina og hjálpa því að blómstra í framtíðinni.

Frjálslyndir Demókratar vilja virða einstaklingsfrelsið og einstaklingsframtakið, auka nýsköpun, taka forystu í nýtingu á umhverfisvænum orkugjöfum, breyta stjórnskipan Alþingis þannig að valdið verði dreifðara og skilvirkara. Frjálslyndir Demókratar vilja nútímavæða íslenskt samfélag og eyða haftastefnu og einokun.

Frjálslyndir Demókratar bjóða nýja tíma, ný vinnubrögð og umfram allt bjartari framtið!

Sýnið stuðning við stofnun þessa flokks á Facebook.

Frjálslyndir Demókratar(FD)


Styttist í nýja tíma!

Miðað við atburði seinustu daga þá er undiraldan í samfélaginu að aukast. Krafan um nýtt stjórnmálaafl verður sífellt háværari. Þó nokkrar þreyfingar hafa átt sér stað undanfarna daga og biðinn eftir nýjum stjórnmálaflokki virðist vera að styttast. Miðað við gang mála núna þá er hægt að búast við tilkynningu nýs flokks á næstu 1-3 mánuðum.

Þangað til verðum við að halda áfram að auglýsa okkur.

Bendi áhugasömum á link á Facebook síðu Frjálslyndra Demókrata neðar á síðunni.

Um að gera að sýna stuðning sinn þar og taka þátt í umræðu á síðunni.

Frjálslyndir Demókratar(FD)


Framtíðin/Nýir tímar

Okkur finnst vera kominn tími á eitthvað nýtt í stjórnmálum í dag. Við viljum fá nýtt afl sem getur hafið sig upp úr gömlu hjólförunum sem stjórnmál virðast hjakkast í. Viljum fá flokk sem getur byggt á framtíðarsýn. Flokk sem hefur valkost A, B og C, þar að segja er viðbúinn öllu mögulegu og er með áætlanir varðandi ýmissar aðstæður. Við viljum flokk sem styður það eindregið að þrískipting valds eins og segir í stjórnarskránni verði elft til muna og að ráðherrar muni ekki eiga sæti á þingi. Flokk sem sker allan óþarfa af útgjöldum t.d. kirkjuna. Við vilum að ríki og kirkja verði aðskilinn vegna þeirra gífurlega mikla skattpeninga sem fara í kirkjuna en gætu farið í margt annað og einnig vegna þess að það er á gráu svæði mannréttindalega séð að trúarsöfnuður sé ríkisstyrktur. Flokk sem stendur við sínar ákvarðanir og skuldbindingar. Einnig viljum við að rikisstyrkir til sjtórnmálaflokka verði afnumdir þar sem ég tel það koma í veg fyrir fjölbreyttan hugsunarhátt í íslenskum stjórnmálum. Við viljum fækka hálaunafólki á vegum ríkisins t.d. með því að fækka þingmönnum og sameina ráðuneyti og þeir peningar sem sparast þar geta runnið í laun lögreglumanna,slökkviliðsmanna, heilbrigðisstarfsmanna og kennara. Við viljum að íslenska ríkið klári aðildarviðræður við ESB og leggi sig allt fram til að ná góðum samningi. Koma í veg fyrir frekari skattahækkanir sem halda aftur af öllum. Breyta má kosningum til Alþingis og skoða hvað aðferð er hentugust Síðast en ekki síst viljum við að ríkið leggi sitt af mörkum svo hægt verði að rafvæða eða metanvæða allan bílaflotann á Íslandi.

Þess vegna hefur áhugahópur um stofnun nýs stjórnmálaafls verið settur upp. Hópurinn leitast eftir því að geta formlega stofnað Frjálslynda demókrataflokkinn.

Hugmyndir að stefnumálum munu vera settar upp hér á síðunni sem og á síðu á Facebook.

http://www.facebook.com/#!/pages/Frjalslyndir-Demokratar/130164107024509?v=info&ref=ts

Þegar meðlimir í hópnum hafa náð viðunandi fjölda mun vera boðað til stofnfundar og Frjálslyndir demókratar munu verða formlega stofnaðir.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband