Gagnrýnin hugsun
27.7.2010 | 13:45
Þegar kemur að ESB þá þarf að passa það að lýta á málið gagnrýnum augum. Þegar á að koma að samningaborði þá á maður ekki að vera búinn að ákveða fyrirfram hvernig viðræðunar verða, hvorki á neikvæðum eða jákvæðum nótum.
Svona stórt mál krefst gagnrýnar hugsunar. Það þarf að skoða alla mögulega fleti á málinu og allar mögulegar útkomur.
Við Frjálslyndir Demókratar viljum ekki fullyrða um hvort að ESB aðild sé slæm eða góð, á þessu stigi málsins er ómögulegt að skera úr um það. Fyrst viljum fá að sjá á blaði hvað sambandið hefur upp á að bjóða áður en við getum hafnað aðild eða samþykkt. Þó fögnum við því að aðildarviðræður séu hafnar og teljum mikilvægt að allir Íslendingar leggist á eitt að ná fram sem hagstæðustum samningi.
Eins og staðan er í dag þá er sumt innan sambandsins sem gæti skaðað landið og sumt sem gæti bætt það. En það verður að klára aðildarviðræðunar. Það er ekki hægt að segja til um hvernig okkar samningur verður við sambandið. Kannksi bætir hann hag okkar til munar og kannski passar hann okkur alls ekki. En það munum við aldrei vita nema að við klárum viðræðunar.
Vinnubrögð Frjálslyndra Demókrata munu einkennast af gagnrýnni hugsun, fagmennsku og leitun að því að fá sem besta langtíma niðurstöðu. Við munum starfa af heiðarleika við hvert verkefni og taka ákvarðanir sem byggja velferð og réttindum íslensks almennings
Frjálslyndir Demókratar er flokkurinn sem getur leitt Ísland inn í nútíðina og komið Íslandi áfram í framtíðinni.
Við bendum áhugasömum á að kynna sér yfirlýsingu Íslands til ESB sem afhent var í Brussel í dag, hana má nálgast hér:
http://www.utanrikisraduneyti.is/media/esb/27072010-Iceland-statement-isl.pdf
![]() |
Umræðan byggist á staðreyndum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:49 | Facebook
Athugasemdir
Það á að biðja um að fá að sjá hvað það er sem er í boði.... Það er rétt aðferð að spyrja fyrst og gera svo... Ekki öfugt eins og er verið að gera hérna...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 27.7.2010 kl. 13:57
Íslendingar mega greinilega ekki fjalla um skelfilega stöðu ESB. Minnir óneitanlega á Norður Kóreu!
Marteinn Mosdal stækkunarstjóri ESB.
Stækkunarstjóri ESB er óánægður með umræðuna á Íslandi, ætli ESB sé með reglugerð sem bannar ólíkar skoðanir?
Guðrún Sæmundsdóttir, 27.7.2010 kl. 20:57
Okkar skoðun er einmitt sú að gagnrýnin hugsun skuli alltaf vera til staðar og að það eigi að fjalla um stöðu ESB, rétt eins og það á að skoða allar aðrar hliðar þessa máls af yfirvegun.
Frjálslyndir demókratar, 27.7.2010 kl. 21:28
Það hefur mikið verið fjallað um bága stöðu ESB í erlendum fjölmiðlum, og fjármálasérfræðingar í mið-austurlöndum sem og Asíu eru í auknum mæli að vara við Evru. Rökin sem að ESB sinnar héldu fram árið 2007 eru öll fallin.
Guðrún Sæmundsdóttir, 27.7.2010 kl. 21:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.