Skynsama leiðin!

Frjálslyndir Demókratar telja að eina skynsama lausnin í þessu máli sé að láta viðræðunar ganga áfram og leiða þær til lykta. Þá eigi þjóðin að kjósa um ágæti samningsins. Ef hann kemur okkur illa á auðvitað að fella hann og eins ef hann kemur okkur vel á auðvitað að samþykja hann.

Frjálslyndir Demókratar skora á alla þingmenn að hætta að setja þetta ferli í svona mikið uppnám og einbeita sér að því að vinna saman að úrlausn þessa verkefnis fyrir hag þjóðarinnar.

Sævar Már Gústavsson FD


mbl.is Funda um stöðu ESB-umsóknarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er engin eiginlegur samningur, samanber:

http://egill.blog.is/blog/egill/entry/1088444/

Athugið sérstaklega kynningarbæklinginn um aðildarferlið sem Egill vísar á.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 26.8.2010 kl. 17:11

2 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Þetta er einfaldlega rangt hjá Agli. Því, sem lýst er í þessum kynningarbæklingi er ferlið eftir að samþykkt hefur verið aðild í þjóðaratkvæðagreiðslu áður en aðildin tekur formlega gildi. Þá fyrst er viðkomandi ríki orðið "candidate". Fyrir þann tíma er það umsækjandi.

Ferlið er svona. Eftir að samþykkt hefur verið að fara í aðildarviðræður er samhliða þeim framkvæmd vinna við að greina hverju þarf að breyta í stjórnkerfi og lögum landsins til að það geti orðið aðili að ESB ásamt því að gera aðgerðaráætlun um það hvernig það verði gert. Þetta eru upplýsingar, sem ESB vill hafa áður en tekin er ákvörðun um það hvort aðild er samþykkt og einnig eru þetta hluti þeirra uplýsinga, sem kjósendur umsóknarríkisins þurfa að hafa til að taka upplýsta ákvörðun.

Ef aðild er felld í þjóðaratkvæðagreiðslu er aðgerðaráætlunin aldrei sett í framkvæmd. Ef aðildin er hins vegar samþykkt þá er hún hins vegar sett í framkvæmd og kláruð fyrir þá dagsetningu, sem að formlegri aðild verður.

Það eru því engar blekkingar hér á ferðinni aðrar en þær blekkingar ESB andstæðinga, sem koma fram í þeirri rangfærslu þeirra að eitthvert aðlögunarferli sé að fara í gang áður en ákvörðun hefur verið tekin um aðild að ESB.

Sigurður M Grétarsson, 27.8.2010 kl. 00:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband