Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Stefnumál Frjálslyndra Demókrata

Hér á eftir koma nokkrar tillögur um hvernig Frjálslyndir Demókratar vilja sjá hlutunum breytt þegar kemur að Alþingi, þingmönnum og stjórnmálaflokkum.

Stjórnmál

- Alþingismönnum verði fækkað um allt að 30

- Ráðuneyti verði sameinuð og færri ráðherrar verða fyrir vikið

- Þríksipting valds verði stóraukin og ráðherrar muni ekki sitja á þingi

- Landið verði gert að einu kjördæmi til að öll atkvæði landsmanna gildi jafn mikið

- Kosningakerfinu verði breytt(allar tillögur teknar til athugunar)

- Styrkir til stjórnmálaflokka verði afnumdir og hver og einn frambjóðandi fær í staðinn ákveðna upphæð frá ríkinu til þess að koma sér á framfæri í hverjum kosningum. Allir fá sömu upphæðina.

- Sett verði í lög að ráðherrar fái ekki að vera ráðherrar í meira en átta ár í senn. Þá verður að líða heilt kjörtímabil áður en þeir mega taka ráðherrasæti aftur. Þetta leiðir af sér endurnýjun í ráðherraembættum og leyfir ráðherrum að afla sér reynslu á öðrum sviðum á því kjörtímabili sem þeir gegna ekki ráðherra-embætti

- Alþingismenn sitji ekki lengur en 12 ár á þingi í senn. Þá verður að líða heilt kjörtímabil áður en þeir mega bjóða sig fram til þings aftur. Þetta gerir endurnýjun á þingi mun skilvirkari og leyfir einnig þingmönnum að afla sér reynslu á öðrum sviðum á því kjörtímabili sem þeir sitja ekki á þingi.


Frjálslyndir Demókratar - Nýjir tímar með nýjum áherlsum!

Nú þegar mikill órói er innan veggja Alþingis, þá spyr almenningur sig hvort að þeim 63 þingmönnum sem sitja þar sé treystandi til að fara með mál þjóðarinnar. Flestar fréttir sem heyrast af störfum stjórnarliða er að þeir reyni með öllu móti að koma í veg fyrir að stjórnin springi og að flokkarnir þeirra haldist saman.

Það hefur ekki farið fram hjá neinum að minni flokkurinn í stjórninni er klofinn. Jafnvel í meira en bara tvennt. Samfylkingin sýnir sífellt betur hvernig spilling fær að grassera við þeirra stjórnvöl, þar er dæmið um umboðsmann skuldara öllum ferskt í minni. VG og Samfylkingin virðast ekki vera fær um að koma sér saman um eitt einasta mál, fyrir utan það að þrengja enn meira að sultarólinni og auka skattinnheimtu umfram öll velsæmismörk. Magma-málið er eitt allsherjar klúður, ESB umræðan hefur stórskaðast vegna rifrilda stjórnarflokkanna og síðan var losarahátturinn í Ice-Save deilunni með ólíkindum og hefur stórskaðað stöðu Íslands. Flokkur Ögmundar í ríkisstjórninni heldur öllum málum stjórnarinnar í höndum sér. Ef það er eitthvað sem þeim líkar ekki þá hóta þeir öllu illu og þá verður Samfylkingin að láta undan svo að draumur vinstri-manna verði ekki að engu.

Ekki verður séð að stjórnarflokkarnir tveir(þrír) séu hæfir til að fara með völdin í landinu. Þessu verður að breyta sem fyrst!

Stjórnarandstæðan virðist vera andlaus og getur því lítið veitt stórninni það aðhald sem hún hefur svo ríka þörf fyrir. Framsóknarmenn virðast vera hálfmeðvitundarlausir og forystan þar ekki í takt við aðra í flokknum. Sjálfstæðisflokkurinn er ennþá eins og sært dýr. Eftir afhroð seinustu kosninga hafa þeir reynt að byggja sig upp á nýtt en lítið gengið. Það er greinilegt að innan flokksins eru ekki allir sammála hvernig eigi að hátta málunum. Ekki hjálpar það heldur til að landsfundur þeirra ákvað að fara stunda afturhalds- og einangrunarstefnu.

Enginn þessa fjögurra stórra flokka er hæfur til þess að takast á við vandamálinn í landinu. Því er alveg ljóst að gömlu flokkarnir þurfa að fá sér frí.

Frjálslyndir Demókratar boða nýja tíma. Tíma ábyrgðar, gagnrýnar hugsunar og skynsemi. Frjálslyndir Demókratar vilja leiða Ísland inn í nútíðina og hjálpa því að blómstra í framtíðinni.

Frjálslyndir Demókratar vilja virða einstaklingsfrelsið og einstaklingsframtakið, auka nýsköpun, taka forystu í nýtingu á umhverfisvænum orkugjöfum, breyta stjórnskipan Alþingis þannig að valdið verði dreifðara og skilvirkara. Frjálslyndir Demókratar vilja nútímavæða íslenskt samfélag og eyða haftastefnu og einokun.

Frjálslyndir Demókratar bjóða nýja tíma, ný vinnubrögð og umfram allt bjartari framtið!

Sýnið stuðning við stofnun þessa flokks á Facebook.

Frjálslyndir Demókratar(FD)


Styttist í nýja tíma!

Miðað við atburði seinustu daga þá er undiraldan í samfélaginu að aukast. Krafan um nýtt stjórnmálaafl verður sífellt háværari. Þó nokkrar þreyfingar hafa átt sér stað undanfarna daga og biðinn eftir nýjum stjórnmálaflokki virðist vera að styttast. Miðað við gang mála núna þá er hægt að búast við tilkynningu nýs flokks á næstu 1-3 mánuðum.

Þangað til verðum við að halda áfram að auglýsa okkur.

Bendi áhugasömum á link á Facebook síðu Frjálslyndra Demókrata neðar á síðunni.

Um að gera að sýna stuðning sinn þar og taka þátt í umræðu á síðunni.

Frjálslyndir Demókratar(FD)


Frjálslyndir Demókratar (FD)

Stofnaður hefur verið áhugahópur um stofnun flokks Frjálslyndra Demókrata. Ef nógu margir koma saman verður haldinn opinn stofnfundur flokksins. Hægt er að skrá sig í hópinn á Facebook síðu Frjálslyndra Demókrata:

http://www.facebook.com/pages/Frjalslyndir-Demokratar/130164107024509?ref=ts

Helstu hugmyndir að stefnumálum Frjálslyndra Demókrata:

- Landið verði eitt kjördæmi

- Aðskilnaður ríkis og kirkju í áföngum

- Klára aðildarviðræður við ESB, ná hagstæðum samningi og þjóðaratkvæði um niðurstöðu

- Afnema ríkisstyrki til stjórnmálaflokka

- Ráðherrar sitji ekki á Alþingi

- Styrking þrískiptingu ríkisvalds

- Samaeining Seðlabanka og Fjármálaeftirlits í sterka og sjálfstæða eftirlitsstofnun

- Koma í veg fyrir frekari skattahækkanir

- Hækka skattleysismörkin

- Sparnaður í útgjöldum ríkisins þar sem við má

- Fækka hálaunafólki á vegum hins opinbera, þ.mt. fækka þingmönnum og ráðherrum og hækka laun lögregluþjóna og annara starfsmanna grunnþjónustu samfélagsins

- Draga úr olíuþörf landsins, metan, vetni og/eða rafmagn verði aðal aflgjafi bíla, nýta innlenda orkugjafa og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda

Allar hugmyndir að stefnumálum eru opnar fyrir umræðu og verður stefnuskrá ekki ákveðin fyrr en að loknum stofnfundi flokksins ef af honum verður.

Stofnfundur verður haldinn þegar nægjanlega margir hafa lýst yfir áhuga á stofnun flokks þessa.


Gagnrýnin hugsun

Þegar kemur að ESB þá þarf að passa það að lýta á málið gagnrýnum augum. Þegar á að koma að samningaborði þá á maður ekki að vera búinn að ákveða fyrirfram hvernig viðræðunar verða, hvorki á neikvæðum eða jákvæðum nótum.

Svona stórt mál krefst gagnrýnar hugsunar. Það þarf að skoða alla mögulega fleti á málinu og allar mögulegar útkomur.

Við Frjálslyndir Demókratar viljum ekki fullyrða um hvort að ESB aðild sé slæm eða góð, á þessu stigi málsins er ómögulegt að skera úr um það. Fyrst viljum fá að sjá á blaði hvað sambandið hefur upp á að bjóða áður en við getum hafnað aðild eða samþykkt. Þó fögnum við því að aðildarviðræður séu hafnar og teljum mikilvægt að allir Íslendingar leggist á eitt að ná fram sem hagstæðustum samningi.

Eins og staðan er í dag þá er sumt innan sambandsins sem gæti skaðað landið og sumt sem gæti bætt það. En það verður að klára aðildarviðræðunar. Það er ekki hægt að segja til um hvernig okkar samningur verður við sambandið. Kannksi bætir hann hag okkar til munar og kannski passar hann okkur alls ekki. En það munum við aldrei vita nema að við klárum viðræðunar.

Vinnubrögð Frjálslyndra Demókrata munu einkennast af gagnrýnni hugsun, fagmennsku og leitun að því að fá sem besta langtíma niðurstöðu. Við munum starfa af heiðarleika við hvert verkefni og taka ákvarðanir sem byggja velferð og réttindum íslensks almennings

Frjálslyndir Demókratar er flokkurinn sem getur leitt Ísland inn í nútíðina og komið Íslandi áfram í framtíðinni.

Við bendum áhugasömum á að kynna sér yfirlýsingu Íslands til ESB sem afhent var í Brussel í dag, hana má nálgast hér:
http://www.utanrikisraduneyti.is/media/esb/27072010-Iceland-statement-isl.pdf


mbl.is Umræðan byggist á staðreyndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eitt stærsta hagsmunamálið

Þegar kemur að spurningunni um aðild Íslands að ESB ber að hafa ofarlega í huga eitt stærsta hagsmunamál komandi kynslóða á Íslandi. Það er framtíðar gjaldmiðill Íslendinga.

Í dag halda Íslendingar úti minnstu sjálfstæðu mynt veraldar með tilheyrandi kostnaði, háu vaxtastigi, verðbólguskotum og óstöugleika í verðlagi og launakjörum á alþjóðelgan mælikvarða.

Vissulega getur sveigjanleiki krónunnar komið sér vel þegar í óefni er komið líkt og um þessar mundir. En þó má ekki gleyma því að hagstjórnarleg mistök eru það sem komu krónunni á þann stað sem hún er í dag, rétt eins og hún kom krónunni á þann vonda stað sem hún var fyrir örfáum árum.

Sveigjanleiki sjálfstæðrar myntar til bjargar misgóðri hagstjórn og misgóðum ríkisstjórnum á kostnað íbúa þessa lands eru ekki næg rök til að halda í þessa smáu mynt til framtíðar.

Sama hvort það er evra eða annar gjaldmiðill sem mun leysa krónu af hólmi, þá er ljóst að Ísland þarf að vera hluti af stærra myntsvæði. Það þýðir lægri vextir, engin verðtrygging, stöðugleiki í verðlagi, auðveldari verðsamanburður við önnur Evrópuríki og síðast en ekki síst þýðir það að ríkisvaldið þarf að beita mun meira aðhaldi í ríkisrekstrinum þar sem að ekki verður lengur hægt að treysta á flökt gjaldmiðilsins til að leysa okkur úr snörunni.

Frjálslyndir demókratar vilja ljúka aðildarviðræðum við ESB, ná fram sem hagstæðustum samningi og þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarsamning.

Nánar um Frjálslynda demókrata hér:
http://www.facebook.com/pages/Frjalslyndir-Demokratar/130164107024509?ref=ts


Skref í rétta átt

Áhugahópur um stofnun flokks Frjálslyndra Demókrata telur þetta skref í rétta átt.

Frjálslyndir Demókratar vilja klára aðildarviðræður við ESB og ná fram sem hagstæðustum samningi fyrir íslenska þjóð. Eins og þegar hefur verið ákveðið mun þjóðin sjálf kjósa um aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Það er fullkomlega rökrétt að klára það ferli sem þegar er hafið og mikilvægt er að ná góðu samningi sem Íslendingar geta kosið um.

Nánar má lesa um hóp áhugafólks um stofnun nýs flokks, Frjálslyndra Demókrata, á eftirfarandi slóð:

http://www.facebook.com/pages/Frjalslyndir-Demokratar/130164107024509?ref=ts


mbl.is Samþykktu að hefja viðræður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki að ástæðulausu!

Ríkisstjórn Ísland er alltaf að sína það betur og betur hversu mikil óstjórn er á ríkisheimilinu um þessar mundir. Ríkisstjórnin virðist vera óhæf til að standa saman til að taka ákvarðanir.

Tíminn fyrir ný stjórnmálaöfl er svo sannarleg kominn. Þótt þau skilgreini sig á hægri eða vinstri væng stjórnmálanna þá er jafn mikil þörf fyrir þau. Flokka sem eru tilbúnir að starfa öðruvísi en þeir flokkar en eru við völd núna.

Hvort sem það er Magma-málið, ESB eða eitthvað annað þá eru þessir flokkar óhæfir til að starfa saman og vinna sameiginlega að málunum.

Markmiðið okkar er að Frjálslyndir Demókratar nái að láta kveða að sér í stjórnmálum og verði tákn nýrra vinnu-og hugsunarhátta. Enn þann dag í dag er formleg stofnun aðeins draumur en við teljum okkar stefnumál höfða vel til fólks sem hefur ekki fundið sig í gömlu flokkunum og er langþreytt á valdabaráttu þeirra. Einnig reynum við að ná til fólks sem hefur stutt ákveðinn flokk vegna þess að sá flokkur er næstur þeirra hugmyndafræði en við teljum okkar stefnumál eiga getað höfðað til allra.

Við stefnum á að halda stofnfund sem fyrst en það fer eftir því hvað við verðum duglegir að afla stuðningsmanna.

Ef Frjálslyndir Demókratar er flokkur sem þið gætuð hugsað ykkur að styðja endilega staðfestið áhuga ykkar á Facebook síðu okkar(tengill á síðuna er neðar á síðunni) og takið þátt í skoðanakönnunni á síðunni.

Frjálslyndir Demókratar


mbl.is Stjórnin óttast kosningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framtíðin/Nýir tímar

Okkur finnst vera kominn tími á eitthvað nýtt í stjórnmálum í dag. Við viljum fá nýtt afl sem getur hafið sig upp úr gömlu hjólförunum sem stjórnmál virðast hjakkast í. Viljum fá flokk sem getur byggt á framtíðarsýn. Flokk sem hefur valkost A, B og C, þar að segja er viðbúinn öllu mögulegu og er með áætlanir varðandi ýmissar aðstæður. Við viljum flokk sem styður það eindregið að þrískipting valds eins og segir í stjórnarskránni verði elft til muna og að ráðherrar muni ekki eiga sæti á þingi. Flokk sem sker allan óþarfa af útgjöldum t.d. kirkjuna. Við vilum að ríki og kirkja verði aðskilinn vegna þeirra gífurlega mikla skattpeninga sem fara í kirkjuna en gætu farið í margt annað og einnig vegna þess að það er á gráu svæði mannréttindalega séð að trúarsöfnuður sé ríkisstyrktur. Flokk sem stendur við sínar ákvarðanir og skuldbindingar. Einnig viljum við að rikisstyrkir til sjtórnmálaflokka verði afnumdir þar sem ég tel það koma í veg fyrir fjölbreyttan hugsunarhátt í íslenskum stjórnmálum. Við viljum fækka hálaunafólki á vegum ríkisins t.d. með því að fækka þingmönnum og sameina ráðuneyti og þeir peningar sem sparast þar geta runnið í laun lögreglumanna,slökkviliðsmanna, heilbrigðisstarfsmanna og kennara. Við viljum að íslenska ríkið klári aðildarviðræður við ESB og leggi sig allt fram til að ná góðum samningi. Koma í veg fyrir frekari skattahækkanir sem halda aftur af öllum. Breyta má kosningum til Alþingis og skoða hvað aðferð er hentugust Síðast en ekki síst viljum við að ríkið leggi sitt af mörkum svo hægt verði að rafvæða eða metanvæða allan bílaflotann á Íslandi.

Þess vegna hefur áhugahópur um stofnun nýs stjórnmálaafls verið settur upp. Hópurinn leitast eftir því að geta formlega stofnað Frjálslynda demókrataflokkinn.

Hugmyndir að stefnumálum munu vera settar upp hér á síðunni sem og á síðu á Facebook.

http://www.facebook.com/#!/pages/Frjalslyndir-Demokratar/130164107024509?v=info&ref=ts

Þegar meðlimir í hópnum hafa náð viðunandi fjölda mun vera boðað til stofnfundar og Frjálslyndir demókratar munu verða formlega stofnaðir.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband