Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Frjálslyndir Demókratar

Frjálslyndir Demókratar eru áhugahópur um stofnun nýs stjórnmálaafls á Íslandi. Aðstandendum hópsins finnst vanta flokk á Íslandi sem getur starfað óáreittur frá hagsmunapoti, vinagreiðum og gömlum, úreltum hefðum.
Flokkur Frjálslyndra Demókrata skal vera byggður upp á hugmyndafræði frjálslyndis og lýðræðis með réttindi einstaklingsins í brennidepli. Frjálslyndir Demókratar styðja markaðshagkerfi þar sem ríkið hefur sterka eftirlitsskyldu og á ríkið aðeins að reka grunnþjónustu fyrir einstaklinga.

Helstu stefnumál Frjálslyndra Demókrata:

- Landið verði eitt kjördæmi
- Aðskilnaður ríkis og kirkju
- Klára aðildarviðræður við ESB, ná hagstæðum samningi og þjóðaratkvæði um niðurstöðu
- Afnema ríkisstyrki til stjórnmálaflokka
- Ráðherrar sitji ekki á Alþingi
- Styrking þrískiptingu ríkisvalds
- Samaeining Seðlabanka og Fjármálaeftirlits í sterka og sjálfstæða eftirlitsstofnun
- Koma í veg fyrir frekari skattahækkanir, einfalda skattkerfið og hafa skattinnheimtu sem lægsta
- Hækka skattleysismörkin
- Sparnaður í útgjöldum ríkisins þar sem við má
- Fækka hálaunafólki á vegum hins opinbera, þ.mt. fækka þingmönnum og ráðherrum og hækka laun lögregluþjóna og annara starfsmanna grunnþjónustu samfélagsins
- Draga úr olíuþörf landsins, metan, vetni og/eða rafmagn verði aðal aflgjafi bíla, nýta innlenda orkugjafa og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Náttúruna verður að vernda
- Tryggja að grunnþjónustan þ.e. læknisaðstoð, menntun, löggæsla o.fl. sé ávallt til fyrirmyndar og geti í hvaða árferði sem er tryggt að þjónusta fyrir samfélagið skaðist ekki

Þau mál sem koma fyrir sem helstu stefnumál eru þau mál sem Frjálslyndir Demókratar telja að sé mikilvægt að koma í gegn sem fyrst til að auka mannréttindi, lýðræði og bæta hag almennings. Þótt að einhver mál séu ekki á þessum lista þýðir ekki að Frjálslyndir Demókratar telji þau lítilvæg, heldur eru þetta mál sem munu fyrst vera afgreidd ef Frjálslyndir Demókratar komast á þing. Þau mál sem varða hrunið eru auðvitað mjög mikilvæg og munu Frjálslyndir Demókratar hafa sig alla fram í því að koma upp um sannleikann í þeim málum.

Enn fyrst og fremst vilja Frjálsyndir Demókratar koma Íslendingum inn í nútímann og færa þá inn í nýja tíma. Frjálslyndir Demókratar munu taka á öllum málum með gagrýnni hugsun, skynsemi og yfirvegun. Ný vinnubrögð fyrir bætta nútíð og betri framtíð!
Nýjir tímar með Frjálslyndum Demókrötum.


Frjálslyndir Demókratar-Áskorun á þingmenn.

Frjálslyndir Demókratar skora á þingmenn að greiða gegn tillögunni og leiða ESB umsóknina til lykta.
mbl.is Óbreytt afstaða til ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lokabarrátta stjórnarinnar!

Frjálslyndir Demókratar eru á því að það væri algert glapræði fyrir íslenska þjóð að draga aðildarviðræður til baka. Sú aðgerð gæti rústað nú þegar skemmdu alþjóðaáliti á trúverðugleika Íslands.

Það má rökræða fram og aftur um hvort að aðildarviðræður við ESB sem núna standa yfir hafa komið á réttu tíma en núna er viðræðuferlið hafið og það á að klára.

Passa verður að almenningur hafi fullan aðgang að öllu ferli aðildarviðræðnanna til þess að geta tekið upplýsta ákvörðun sem hægt er að rökstyðja. Einnig væri það mjög fínt ef þeir sem eru hlyntir inngöngu og þeir sem eru andvígir hætti að grafa umræðuna á ESB á það plan sem hún er með því að hætta þessum skotgrafahernaði og rökræða heldur á málefnalegum grundvelli án upphrópanna og fullyrðinga.

Það eru mjög margir fletir á ESB aðild og það á ekki að gefa sér upp niðurstöðu fyrirfram, heldur þegar öll mál liggja upp á borði og hægt er að krifja þau til mergjar.

Hins vegar er það bráðnauðsynlegt að kosið verði um tillöguna strax þegar þing kemur saman. Þá er hægt að sjá stöðu ríkisstjórnarinnar og ef hún springur þá á að boða til nýrra kosninga. Það gengur ekki að hafa ríkisstjórn yfir landinu sem gengur þverklofin í gegnum öll vandamál.

Núna þurfa öll þau nýju stjórnmálaöfl sem eru að myndast í samfélaginu að fá tækifæri til þess að komast að. Flokkarnir sem sitja á þingin núna eru allir rúnir trausti og þarf að fá nýtt andrúmsloft inná þing.

Hvetjum fólk til þess að kynna sér hugmyndir Frjálslyndra Demókrata.

Sævar Már Gústavsson FD


mbl.is Styður ekki stöðvun viðræðna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skynsama leiðin!

Frjálslyndir Demókratar telja að eina skynsama lausnin í þessu máli sé að láta viðræðunar ganga áfram og leiða þær til lykta. Þá eigi þjóðin að kjósa um ágæti samningsins. Ef hann kemur okkur illa á auðvitað að fella hann og eins ef hann kemur okkur vel á auðvitað að samþykja hann.

Frjálslyndir Demókratar skora á alla þingmenn að hætta að setja þetta ferli í svona mikið uppnám og einbeita sér að því að vinna saman að úrlausn þessa verkefnis fyrir hag þjóðarinnar.

Sævar Már Gústavsson FD


mbl.is Funda um stöðu ESB-umsóknarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aðskilnaður ríkis og kirkju - Ályktun FD

Frjálslyndir Demókratar beita sér fyrir aðskilnaði ríkis og kirkju. Þótt að atburðir seinustu daga séu ekki teknir með er það algjörlega óásættanlegt að ríkið haldi úti trúarsöfnuði.

- Við teljum það brot á trúfrelsi einstaklinga að ríkið styrki einn trúarsöfnuð um 5-6 milljarða á ári óháð því hvað margir eru skráðir í söfnuðinn.
- Ríki og kirkja eiga ekkert sameiginlegt í því starfi sem þessar stofnanir vinna og eiga því að vera að fullu aðskildar
- Ríkið á ekki að beina 5-6 milljörðum inn í trúarsöfnuð í hvaða árferði sem er þegar hægt er að setja þennan pening í mun þarfari rekstur.
- Hagsmunum kirkjunnar er betur borgið þegar ríkið er ekki að vasast í starfsemi hennar og kirkjan getur þá farið að fullu eftir því sem hún boðar.

Einnig teljum við að barn eigi ekki að vera skráð í trúfélag sem móðir þess tilheyrir við fæðingu. Barnið á sjálft að fá að ákveða hvar það stendur í trúmálum. Einnig viljum við að fermingaraldur verði hækkaður upp í lögráða-aldur og þá geti einstaklingurinn tekið ákvörðun um trúmál sín.

Sævar Már Gústavsson FD


mbl.is Hvarflað að forsætisráðherra að segja sig úr þjóðkirkju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jákvætt skref

Virkilega jákvætt skref hjá stjórnvöldum. Hafa loksins viðurkennt það að þeir sem kjósast til valda eru ekki almenningi æðri og þurfa því í sífellu að fá menntun um góð vinnubrögð og góða stjórnsýslu.

En þeir starfsmenn sem eru nú þegar í ráðuneytum mættu alveg fá kennslu líka. En skulum bara vona að þeir ráðherrar sem sitja við völd núna þurfi ekki kennslu og að nýtt fólk verði komið í þeirra stað fyrr en seinna.

Sævar Már Gústavsson FD


mbl.is Starfsmenn ráðuneyta á skólabekk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skynsemi og framsýni (FD)

Frjálslyndir Demókratar hafa tvær meginstoðir í sinni stefnu. Frjálslyndi og lýðræðisstefnu.

Frjálslyndir Demókratar hafna siðferðislegri afskiptasemi ríkisins algjörlega. Þar að segja vilja ekki segja fólki hvað er rétt og rangt t.d. í trúmálum og fleiru slíku.

Frjálslyndir Demókratar vilja lítil afskipti af markaðnum. Ríkið á aðeins að sjá um að byggja upp lagaramma fyrir markaðinn og sjá um að veita honum eftirlit og halda uppi lögum og reglum.

Frjálslyndir Demókratar vilja breyta kosningakerfinu í átt að meira lýðræði. Landið verði gert að einu kjördæmi og að skil milli löggjafarvalds og framkvæmdarvalds verð styrkt til muna.

Frjálslyndir Demókratar vilja halda úti velferðakerfi til að almenningur fái félagslegt öryggi og tryggja það að mesti mögulegi hluti mannauðsins sé vinnufær og í stakk búinn til að takast á við hið daglega líf. Það að búa einstaklingum heilbrigði sem hann sjálfur getur ekki alltaf búið sér sjálfur teljum við stóran part að einstaklingsfrelsi. Að samfélagið sjálft verji suma parta einstaklinsfrelsis og náttúruréttarins.

Frjálslyndir Demókratar halda uppi skynsemisstefnu. Stefnu sem býður upp á nauðsynlegar breytingar í þjóðfélaginu þegar á þeim er þörf. Maðurinn á aldrei að hætta að þróa samfélagið, tíminn er breytingum háður og aldrei á að láta hræðslu við breytingar og íhaldssemi aftra framþróun.

Við bjóðum skynsama og framsýna hugsunarhætti.

Sýnið okkur stuðning á Facebook síðu okkar

Sævar Már Gústavsson FD


Skattpíning virkar ekki!

Þessar tölur sína að það blóðmjólka almenning virkar ekki. Þótt að tekjur ríkisins af vörugjöldum á eldsneyti, tóbaki og áfengi haf aukist í ár þýðir það ekki að það sama eigi við um næsta ár. Enda skiluðu þessir skattstofnar minna en búist var við. Fjármálaráðherra gleymdi að gera ráð fyri því að fólk hættir á ákveðnu stigi skattpíningar að hafa efni á vörunni sem er skattlögð upp fyrir öll velsæmis mörk. Heimabrugg á áfengi, smygl á áfengi og tóbaki eykst þegar verðið er sprengd upp. Fólk kemur sér hjá því að borga skatta þegar þeir verða of háir, það ræður einfaldlega ekki við það að borga þá. Skattar þurfa að vera sanngjarnir og viðráðanlegir. Í dag er það ekki þannig.

Ríkisstjórnin ætti frekar að skera niður hjá sér áður en hún fer að skattpína illa staddan almenning.

Tillögur að niðurskurði:

-Aðskilja ríki og kirkju. Þeir peningar geta farið í heilbrigðis- og menntakerfið sem er brýn nauðsýn fyrir
-Opinberir starfsmenn hætti að aka um á ríkisbifreið, geta alveg unað sáttir við bensínpeninga
-Fækka þingmönnu og ráðuneytum
-Þetta er einungis brota brot af því sem má skera niður hjá því opinbera

Tillögur að tekjuöflun:

-Hætta að leggja stein í götu fyrirtækja sem reyna að skapa atvinnu á Íslandi
-Búa til hagstætt umhverfi fyrir innlenda og erlenda fjárfesta
-Leigja út nýtingarréttinn á orkulindum
-Og margt fleira

Sævar Már Gústavsson FD


mbl.is Sala á eldsneyti, áfengi og tóbaki minnkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viðhorf á villgötum!

Lesið þessa grein áður en bloggið er lesið:
http://www.deiglan.com/index.php?itemid=13249

Þessi grein segir mjög vel frá þvi hvernig umhverfið fyrir erlenda fjárfesta á Íslandi er orðið og í raun fjárfesta almennt. Þessari þróun verður að snúa við. Það gengur ekki að reka þjóðfélag með velferðarkerfi án fyrirtækja sem greiða stóran hluta af skatttekjum þjóðarbúins.

Við verðum að fá störf fyrir almenning í landinu. Það þjónar öllum.
Verðum að hverfa frá þeirri íhalds- og afturhaldsstefnu sem stjórnin er að leggja upp með. Einstaklingsframtakið verður að fá að njóta sín og frelsi einstaklingsins til að athafna sig einnig.

Frjálslyndir Demókratar vilja sjá meira gert til að koma atvinnulífinu í gang til þess að koma Íslandi út úr þessari lægð. Fyrirtæki verða að fá að fjárfesta til að koma hjólunum í gang, innlend sem erlend. Til að vinna á þessu ástandi verður að horfa á hlutina með opnum huga og með þeim vilja til að leysa vandamálinn, ekki geyma þau eða stækka þau.

Frjálslyndir Demókratar bjóða frjálslynda og lýðræðisslega hugsun við lausn vandamála. Skoðið okkar stefnumál á Facebook og sýnið stuðning.

Sævar Már Gústavsson FD


Stjórnlagaþing

Frjálslyndir Demókratar fagna því að undirbúnigsvinna fyrir stjórnlagaþing sé að hefjast.

Við vonum að fagmannlega verði staðið að því og niðurstaðan verði til umbóta.

Skorum einnig á alla þá sem starfa eða hafa starfað í einhverjum stjórnmálaflokki að halda sig frá stjórnlagaþinginu og leyfa almenningi að komast að.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband