Færsluflokkur: Bloggar
Norræni Borgaraflokkurinn
27.12.2010 | 13:47
Eins og fólk hefur væntanlega tekið eftir þá hafa komið fram fréttir um stofnun nýs stjórnmálaflokks. Norræni Borgaraflokkurinn á að vera mjúkur hægri flokkur með mannlega hægristefnu. Við sem stöndum að baki Frjálslyndum Demókrötum erum einn angi þessa nýja flokks. Þegar flokkurinn mun vera stofnaður formlega munu Frjálslyndir Demókratar ganga í flokkinn.
Stefnuskrá Norræna Borgaraflokksins mun vera lík þeirri stefnu sem hefur komið fram í skrifum hér á síðunni, nema sterkari og meira heildstæð. Við styðjum fólk að fylgjast með framvindu mála og íhuga þennan nýja valkost með opnum huga. Það er alltaf hægt að stofna stjórnmálaflokk, en það eru ekki mörg tækifæri til að stofna stjórnmálaflokk sem getur virkilega náð til fólksins og veit því valdið aftur. Tækifærið til breytinga er núna. Við skulum ekki láta það framhjá okkur fara.
Nú er kominn tími til að láta frjálslyndi, víðsýni, mannúð og jöfn tækifæri ráða för.
Sævar Már Gústavsson FD
Segir viðbrögð góð við nýjum flokki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Kynning á hugmyndafræði Frjálslyndra Demókrata
16.11.2010 | 18:42
Hugmyndafræði
Hugmyndafræði Frjálslyndra Demókrata er frjálslyndi, byggt á gildum á borð við einstaklingsfrelsi, persónulega ábyrgð og frelsi frá takmörkunum stjórnvalda. Markmið stefnu Frjálslyndra Demókrata er að hver einstaklingur hafi frelsi og möguleika á að láta sjálfur drauma sína rætast og ná sjálfur sínum framtíðaráformum. Frjálslyndir Demókratar telja að það séu einstaklingar sem búa til samfélagið, en ekki að samfélagið geri einstaklinginn. Hér fyrir neðan eru helstu þættir stefnu okkar lýst.
Einstaklingsbundin réttindi
Frjálslyndir Demókratar telja að hver einstaklingur er einstakur. Því trúum við á kerfi, sem virðir einstaklinga og hvetur hvern mann til að nota sína hæfileika til að bæta möguleika sína í samfélaginu. Einstaklingar ættu að vera frjálsir til að taka ákvarðanir fyrir sig og einnig til að taka ábyrgð á afleiðingunum sem vali þeirra fylgir. Stuðningur okkar fyrir rétti einstaklingsins til að gera ákvarðanir í lífinu þýðir ekki að við séum endilega samþykkir eða ósamþykkir vali þeirra, en það þýðir að við styðjum og viðurkennum rétt einstaklingsins til að vera í stjórn yfir hans eða hennar eigin lífi.
Hlutverk ríkisins
Í mörgum þáttum í lífi okkar eru ákvarðanir sem við tökum, í auknum mæli takmarkaðar vegna aðgerða og ákvarðanna ríkisins. Þessu þarf að breyta. Frjálslyndir Demókratar telja að hlutverk ríkisins ætti að vera að vernda grundvallar réttindi einstaklinga, svo sem eignarrétt, og á sama tíma tryggja að lágmarks félagsleg þjónusta sé fyrir þá sem geta ekki annast sig sjálfir, veita fólki hjálp til sjálfshjálpar.
Frjálslyndir Demókratar vilja draga úr hlutverki ríkisins og miðstýringu ákvarðanna um velferð fólks og koma þeirri ákvarðannartöku meira til sveitarstjórna - bestu ákvarðanir eru teknar í nálægð við borgara. Dæmi um þetta eru skólamál, sem ættu að vera í höndum skólanefndar hvers sveitrarfélags. Einnig má nefna heilbrigðiskerfið þar sem Frjálslyndir Demókratar vilja að fagfólk fái meira að segja um þá starfsemi. Með afnámi miðstýrðar ákvarðanatöku er hægt að halda fjölbreytni í samfélagi okkar með staðbundnum ákvörðunartökum. Því miður erum við að sættast við þá hugmynd að allar ákvarðanir séu teknar af miðstýrðu ríkisvaldi. Enginn græðir á því að stjórn-málamenn reyni að hafa stjórn á hvernig við hegðum okkar lífi.
ESB og alþjóðavæðing
Flokkur Frjálslyndra Demókrata er alþjóðlegamiðaður flokkur sem einblýnir á kosti alþjóðavæðingar heimsins og jákvæð áhrif af frjálsum markaði og frjálsum viðskiptum. Þess vegna vilja Frjálslyndir Demókratar einnig sjá að Evrópusambandið leggi meiri áhersluá aukna fríverslun við lönd utan sambandsins og þá sérstaklega með tilliti til þróunarlanda. Frjáls viðskipti leiða til þess að skipti á vörum millil anda eykst, sem skapar meiri velferð fyrir alla. Frjálslyndir Demókratar styðja aðild Íslands að Evrópusambandinu.
Frjáls markaður
Frjáls markaður og samkeppni á markaði úthluta rfjármagni á skilvirkasta mátann. Hver einstaklingur hefur rétt til að bjóða vörur og þjónustu til annarra á skilmálum frjáls markaðar. Meginreglan er, að ríkið ætti ekki að grípa inn í markaði og reyna hafa áhrif á hann, það veldur aðeins ójafnvægi á mörkuðum. Eina virka hlutverk ríkisins á markaði er að tryggja gagnsæi á markaði og vernda hann gegn svikum.
Skattlagning
Frjálslyndir Demókratar telja að á Íslandi þurfi að lækka verulega skatta á einstaklinga og fyrirtæki til lengri tíma litið. Skattalækkanir munu hjálpa til við myndun hagvöxts og að lokum koma á aukinni velferð í íslensku samfélagi. Ennfremur munu skattalækkanir skapa meiri hvata til vinnu, bæta alþjóðlega samkeppnisstöðuí slenskra fyrir-tækja og hvetja fólk til að hefja rekstur eigin fyrirtækja.
Þýttaf síðu Liberal Alliance í Danmörku: http://www.liberalalliance.dk/english/
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Einstaklingsfrelsi? Já takk!
8.11.2010 | 21:23
Í dag ríkir samfélagsgerð sem treystir mikið á ríkið. Ríkið heldur úti heilbrigðisþjónustu, menntaþjónustu, stærsta fjölmiðli landsins, rekur banka, borgar fleiri miljarða til trúfélags, heldur stjórnmálaflokkum gangandi, ríkið tryggir bankainnistæður allra landsmanna, það ríkir samfélagsleg ábyrgð. Samkvæmt seinustu kosningum, þar sem að vinstri-stjórn var kosinn, þá vill fólk greinilega að ríkið hafi þó nokkuð mikill afskipti af hinu dags daglega lífi. En um leið kvartar fólk sárann yfir því að skattar hækki, niðurskurður bitni á grunnþjónustunni o.fl. Af hverju er fólk að kvarta yfir þeirri hugmyndafræði sem það kaus yfir sig?
Hvernig væri að athuga hvernig það þjónaði einstaklingum að heilbrigðisþjónustan væri að hluta til einkarekinn, skólum gefið meira frelsi til að móta nám í hverjum og einum skóla og að þeir verði að einhverju leyti einkareknir, trúfélög og stjórnmálaflokkar reki sig sjálfir, allir fjölmiðlar landsins verði í frjálsri eigu? Hvernig væri að fólkið fái að ákveða í hvað það lætur peningana sína? Hvernig væri að fólkið fyndi fyrir samfélagslegri-ábyrgð án þess að ríkið neyði það til þess? Leyfum fólki að vera frjálsir einstklingar og ráða sínu lífi. Minnkum umsvif ríkisins, hættum miðstýringu, forsjárhyggju og pólitískri rétthusun,lækkum við skatta og gefum fólkinu meira frelsi. Fólkið þarf að fá valdið yfir sjálfum sér aftur.
Sævar Már Gústavsson FD
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Frjálslyndi
12.9.2010 | 22:28
Frjálslyndisstefnan er runninn undan upplýsingunni og hennar heimspekingum. Heimspekingar stefnunar fóru að efast um ríkjandi fyrirkomulag og viðurkennda þekkingu.
Helstu hugmyndir upplýsingarmanna voru að maðurinn væri skynsamur, markmið mannsins væri að gera sér gott líf í þessum heimi, nota vísindi og aukna þekkingu til að berjast gegn vanþekkingu og hjátrú. En það mikilvægasta sem kom fram með stefnunni var að guðlegu valdi konunga var hafnað. Valdið kom frá fólkinu og fólk felur stjórnum sitt umboð til að fara með sín mál.
Frjálslyndisstefnan er sú hugmyndafræði sem færði okkur lýðræðið. Byrjaði að brjóta niður þröngsýni, hjátrú, hindurvitni og færði manninum trú á sjálfum sér til góðra verka sem mundu leiða af framþróun alls mannkyns.
Í dag lifum við í samfélagi sem er umburðarlynt, víðsýnt og lítur til framtíðar. Fordómar eru litnir illu auga af flestum, trúarlegt umburðarlyndi finnst hjá flestum og metnaðurinn er yfirþyrmandi.
En samt sem áður finnast fordómar á Íslandi sem og óumburðarlyndi gagnvart skoðunum annara. Þetta verður að uppræta og besta leiðin til þess er menntun. Menntun er lykill allra framfara og framtíð allra samfélaga er bundinn við hversu gott menntunarstig þeirra verður og hversu mikið menntun manna verður látin ráða för í ákvörðunartökum framtíðar.
Þar sem að frjálslyndi álýtur manninn skynsaman og vel hæfan til þess að ákveða hvað sé best fyrir sig sjálfan þá leiðir það í för með sér að siðferðislegar reglur settar af ríkinu eiga varla að þekkjast. Maðurinn á að vera frjáls til að iðka sína trú, tjá sig, verja sig, afla sér lífsviðurværis og fjölga sér. En öllu frelsi fylgir mikil ábyrgð og er það mannsins að læra að bera þá ábyrgð sem fylgir frelsinu, þessa ábyrg kennir samfélagsvitundin. Því enginn maður er það frjáls að hann megi brjóta á frelsi annara. Ríki hvers lands á að halda höftum til athafna í lágmarki. Maðurinn á ekki að þurfa að greiða mestan part launa sinna til ríkisins ekki nema að hann óski þess. Ríkið á ekki að standa í veg fyrir framförum og breytingum sem eru studdar af meirihluta almennings. En maðurinn þarf samt sem áður að átta sig á því hvað sé samfélaginu fyrir bestu. Þess vegna þurfa allir að geta notið aðstoðar er varðar heilbrigði, menntun og vörn fyrir sínum rétti ókeypis eða gegn viðráðanlegu gjaldi. Ríkið sem sækir umboð sitt til fólksins á að vera tæki sem ver mannréttindi. Það þarf því að bjóða upp á að fólk geti sótt læknisþjónustu, menntastofnanir og lögfræðiþjónustu. Velferð náungans er öllum viðkomandi, því við öll lifum í sama samfélagi og ef öllu vegnar vel eru tækifærin mun fleiri en ella. Þess vegna þarf maðurinn að muna eftir samfélagslegri ábyrgð sinni sem hluta af frelsinu.
Maður tryggir sín mannréttindi með því að hjálpa öðrum að tryggja sín mannréttindi.
Sævar Már Gústavsson FD
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Lýðræði
8.9.2010 | 14:20
Í krísu eins og sú sem Ísland er að ganga í gegnum í dag er lykilatriði að hlúa og styrkja lýðræðið. Hugmyndin um lýðræði er forsenda þess að við getum yfir höfuð kosið fólk til þess að fara okkar máli á Alþingi. Þess vegna má alls ekki gleyma lýðræðinu í endurreisninni.
Stjórnarfar á Íslandi hefur oft ekki virkað mjög lýðræðislegt. Ákveðnir menn virðast eiga mjög auðvelt að halda völdum og byggja upp klíkur í kringum sig. Stjórnir eru oftast meirihlutastjórnir og er þá minnihlutinn virtur af vettugi og varla leyft að taka þátt í ákvörðunartöku. Er það leyfilegt að hindra minnihluta frá þáttöku? Þeir eru kosnir af fólkinu alveg eins og meirihlutinn og hafa því alveg sama réttinn til að taka þátt og móta hvert þingtímabil fyrir sig. En það hefur því miður myndast hefð í íslenskum stjórnmálum að útiloka minnihlutann frá þáttöku og er það alls ekki lýðræðislegt.
Ein mesta vanvirðing við lýðræði sem til er, er stunduð dags daglega á Íslandi. Það er ekki farið eftir stjórnarskránni í einu og öllu, stjórnarskránni sem yfirgnæfandi meirihluti landsmanna samþykkti fyrr á öldinni. Þar er skýrt kveðið á um þrískiptingu valds í anda franska upplýsingarmannsins Montesquie. Framkvæmdarvald, löggjafarvald og dómsvald eiga að vera aðskilinn og óháð hvort öðru eins og mögulegt er. En inn á Alþingi sitja fulltrúar framkvæmdarvaldsins og taka þátt í störfum löggjafarvaldsins. Stjórnarskrá Íslands er brotinn dag eftir dag af stjórnarmönnum Íslands. Fyrsta skref til aukins lýðræðis er að koma á réttmætri þrískiptingu valds á Alþingi.
Samkvæmt kenningunni um lýðræði er sagt af þing fá umboð sitt frá fólkinu til þess að stjórna landinu. En það hefur sýnt sig í gegnum tíðina og sérstaklega á seinustu árum að alþingismenn átta sig alls ekki á þessu. Þeir virðast vera starfa þarna fyrir einhvern annan en þjóðina. Þess vegna er bráðnauðsynlegt að koma upp lögum um þjóðarartkvæðagreiðslur, sem mundu virka sem eftirlit á Alþingi milli kosninga. Ef þjóðaratkvæðagreiðslur verða lögbundnar þá er mun erfiðara fyrir þingið að fara ekki eftir vilja þjóðarinnar og þóknast aðeins eigin geðþótta.
Þess vegna binda Frjálslyndir Demókratar miklar vonir við komandi stjórnlagaþing. Aðal áherslur þess ættu að koma þrískiptingu valds til framkvæmda á Íslandi sem og þjóðaratkvæðagreiðslum. Einnig á að aðskilja ríki og kirkju. Það er skýrt ákvæði í stjórnarskránni um félagsfrelsi um bann við mismunun félaga. Á Íslandi er einnig lögbundið trúfrelsi og því ætti ríkið ekki að hampa einhverju sérstöku trúarfélagi og kalla trú þess þjóðtrú.
Sævar Már Gústavsson FD
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Frjálslyndir Demókratar
3.9.2010 | 18:45
Frjálslyndir Demókratar eru áhugahópur um stofnun nýs stjórnmálaafls á Íslandi. Aðstandendum hópsins finnst vanta flokk á Íslandi sem getur starfað óáreittur frá hagsmunapoti, vinagreiðum og gömlum, úreltum hefðum.
Flokkur Frjálslyndra Demókrata skal vera byggður upp á hugmyndafræði frjálslyndis og lýðræðis með réttindi einstaklingsins í brennidepli. Frjálslyndir Demókratar styðja markaðshagkerfi þar sem ríkið hefur sterka eftirlitsskyldu og á ríkið aðeins að reka grunnþjónustu fyrir einstaklinga.
Helstu stefnumál Frjálslyndra Demókrata:
- Landið verði eitt kjördæmi
- Aðskilnaður ríkis og kirkju
- Klára aðildarviðræður við ESB, ná hagstæðum samningi og þjóðaratkvæði um niðurstöðu
- Afnema ríkisstyrki til stjórnmálaflokka
- Ráðherrar sitji ekki á Alþingi
- Styrking þrískiptingu ríkisvalds
- Samaeining Seðlabanka og Fjármálaeftirlits í sterka og sjálfstæða eftirlitsstofnun
- Koma í veg fyrir frekari skattahækkanir, einfalda skattkerfið og hafa skattinnheimtu sem lægsta
- Hækka skattleysismörkin
- Sparnaður í útgjöldum ríkisins þar sem við má
- Fækka hálaunafólki á vegum hins opinbera, þ.mt. fækka þingmönnum og ráðherrum og hækka laun lögregluþjóna og annara starfsmanna grunnþjónustu samfélagsins
- Draga úr olíuþörf landsins, metan, vetni og/eða rafmagn verði aðal aflgjafi bíla, nýta innlenda orkugjafa og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Náttúruna verður að vernda
- Tryggja að grunnþjónustan þ.e. læknisaðstoð, menntun, löggæsla o.fl. sé ávallt til fyrirmyndar og geti í hvaða árferði sem er tryggt að þjónusta fyrir samfélagið skaðist ekki
Þau mál sem koma fyrir sem helstu stefnumál eru þau mál sem Frjálslyndir Demókratar telja að sé mikilvægt að koma í gegn sem fyrst til að auka mannréttindi, lýðræði og bæta hag almennings. Þótt að einhver mál séu ekki á þessum lista þýðir ekki að Frjálslyndir Demókratar telji þau lítilvæg, heldur eru þetta mál sem munu fyrst vera afgreidd ef Frjálslyndir Demókratar komast á þing. Þau mál sem varða hrunið eru auðvitað mjög mikilvæg og munu Frjálslyndir Demókratar hafa sig alla fram í því að koma upp um sannleikann í þeim málum.
Enn fyrst og fremst vilja Frjálsyndir Demókratar koma Íslendingum inn í nútímann og færa þá inn í nýja tíma. Frjálslyndir Demókratar munu taka á öllum málum með gagrýnni hugsun, skynsemi og yfirvegun. Ný vinnubrögð fyrir bætta nútíð og betri framtíð!
Nýjir tímar með Frjálslyndum Demókrötum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Frjálslyndir Demókratar-Áskorun á þingmenn.
1.9.2010 | 10:42
Óbreytt afstaða til ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Lokabarrátta stjórnarinnar!
31.8.2010 | 00:58
Frjálslyndir Demókratar eru á því að það væri algert glapræði fyrir íslenska þjóð að draga aðildarviðræður til baka. Sú aðgerð gæti rústað nú þegar skemmdu alþjóðaáliti á trúverðugleika Íslands.
Það má rökræða fram og aftur um hvort að aðildarviðræður við ESB sem núna standa yfir hafa komið á réttu tíma en núna er viðræðuferlið hafið og það á að klára.
Passa verður að almenningur hafi fullan aðgang að öllu ferli aðildarviðræðnanna til þess að geta tekið upplýsta ákvörðun sem hægt er að rökstyðja. Einnig væri það mjög fínt ef þeir sem eru hlyntir inngöngu og þeir sem eru andvígir hætti að grafa umræðuna á ESB á það plan sem hún er með því að hætta þessum skotgrafahernaði og rökræða heldur á málefnalegum grundvelli án upphrópanna og fullyrðinga.
Það eru mjög margir fletir á ESB aðild og það á ekki að gefa sér upp niðurstöðu fyrirfram, heldur þegar öll mál liggja upp á borði og hægt er að krifja þau til mergjar.
Hins vegar er það bráðnauðsynlegt að kosið verði um tillöguna strax þegar þing kemur saman. Þá er hægt að sjá stöðu ríkisstjórnarinnar og ef hún springur þá á að boða til nýrra kosninga. Það gengur ekki að hafa ríkisstjórn yfir landinu sem gengur þverklofin í gegnum öll vandamál.
Núna þurfa öll þau nýju stjórnmálaöfl sem eru að myndast í samfélaginu að fá tækifæri til þess að komast að. Flokkarnir sem sitja á þingin núna eru allir rúnir trausti og þarf að fá nýtt andrúmsloft inná þing.
Hvetjum fólk til þess að kynna sér hugmyndir Frjálslyndra Demókrata.
Sævar Már Gústavsson FD
Styður ekki stöðvun viðræðna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Skynsama leiðin!
26.8.2010 | 15:56
Frjálslyndir Demókratar telja að eina skynsama lausnin í þessu máli sé að láta viðræðunar ganga áfram og leiða þær til lykta. Þá eigi þjóðin að kjósa um ágæti samningsins. Ef hann kemur okkur illa á auðvitað að fella hann og eins ef hann kemur okkur vel á auðvitað að samþykja hann.
Frjálslyndir Demókratar skora á alla þingmenn að hætta að setja þetta ferli í svona mikið uppnám og einbeita sér að því að vinna saman að úrlausn þessa verkefnis fyrir hag þjóðarinnar.
Sævar Már Gústavsson FD
Funda um stöðu ESB-umsóknarinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Aðskilnaður ríkis og kirkju - Ályktun FD
24.8.2010 | 19:45
Frjálslyndir Demókratar beita sér fyrir aðskilnaði ríkis og kirkju. Þótt að atburðir seinustu daga séu ekki teknir með er það algjörlega óásættanlegt að ríkið haldi úti trúarsöfnuði.
- Við teljum það brot á trúfrelsi einstaklinga að ríkið styrki einn trúarsöfnuð um 5-6 milljarða á ári óháð því hvað margir eru skráðir í söfnuðinn.
- Ríki og kirkja eiga ekkert sameiginlegt í því starfi sem þessar stofnanir vinna og eiga því að vera að fullu aðskildar
- Ríkið á ekki að beina 5-6 milljörðum inn í trúarsöfnuð í hvaða árferði sem er þegar hægt er að setja þennan pening í mun þarfari rekstur.
- Hagsmunum kirkjunnar er betur borgið þegar ríkið er ekki að vasast í starfsemi hennar og kirkjan getur þá farið að fullu eftir því sem hún boðar.
Einnig teljum við að barn eigi ekki að vera skráð í trúfélag sem móðir þess tilheyrir við fæðingu. Barnið á sjálft að fá að ákveða hvar það stendur í trúmálum. Einnig viljum við að fermingaraldur verði hækkaður upp í lögráða-aldur og þá geti einstaklingurinn tekið ákvörðun um trúmál sín.
Sævar Már Gústavsson FD
Hvarflað að forsætisráðherra að segja sig úr þjóðkirkju | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)